s

þriðjudagur, maí 18, 2004

Jæja...

...ætli sé ekki kominn tími til að segja betur frá Júróvisjónkvöldinu, burt séð hvernig okkur gekk. Jú, Jónsi stóð sig með prýði en ég hafði bara fyrir enga trú á þessu litlausa rólega þunglyndislagi. Ég var mjög sátt við Ruslönu... hún var helvíti flott. En við komum saman stórfjölskyldan af Raskinu, þ.e.a.s. me myself and myfamily, Gústi og Þóra, Freyja, Gummi og Ársól, og svo burtfluttir Raskarar... Gummi, Bryndís og Guðni, pabbi Bryndísar. Já, allir komu með eitthvað íslenskt, við með hangikjet, Gummi og Freyja einnig, Gústi og Þóra með nýbakaðar flatkökur og Gummi og Bryndís með lakkrís og pabbann beint frá Íslandinu hehehehe. En mikið var nú gott að fá hangikjet og flatkökur...mmmm.. það voru sautjándi í jólum.. eða eitthvað. En svo eftir júrógláp var tekið upp nýja gítarinn.. og glamrað og sungið, já, nei, ég söng ekki eina nótu, vildi nú ekki gera neinum þann skandal... var með hálsbólgu og það lagaðist ekki einu sinni við að drekka kaffi og wisky... og líka fyrir er ég heldur ekki með bestu söngröddina þó það hefði kannski ekkert eyðilagt hljóminn þarna... hver söng með sínu nefi eins sannir Íslendingar og í sinni tóntegund ;) Allaveganna var ég með myndavélina á lofti, enn einu sinni enn, hér er afraksturinn.

Jæja, ætla hespa þessari ritgerð minni af í dag
... strax í dag..í dag..ég vona bara að´ann kom´onum í lag...í dag...
að kagginn(eða ritgerðin) verði tilbúinn í dag....
trallallallalæ... síjú

~*~Srosin~*~

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home