s

miðvikudagur, júní 02, 2004

Fyrir fjórtán árum ...

..hlýtur mér að hafa kviðið fyrir morgundeginum. Á morgun er nefninlega fjórtán ár síðan ég tekin inn í fullorðinstölu eða fjórtán ár síðan ég fermdist. Ég fermdist 3.júní 1990 á afmælisdegi ömmu minnar í Hafnarfirði. Nítjánhundruðognítíu... það er svo stutt síðan, common... þetta hlýtur að vera einhver ruglingur, FJÓRTÁN ÁR !!! Váááá... mér finnst sko eins og þetta hafi gerst svona í hitteðfyrra, hugsa sér.
Skrítið að fermingin klífur aldur minn í tvennt á morgun, ja, svona næstum þar sem ég er enn bara tuttuguogsjö *hjúkk*.

Ég gekk nú upp að altarinu með honum Gústa sem er eiginlega sniðugt því við erum bæði búsett í Danmörku, í sömu borginni og á sama kollegi-inu. Og ennþá skondnara að á morgun ætlum við, ástamt stórfjölskyldunni danskbúsettu að snæða í skólanum hans, svona lokadinner þar, þriggja rétta með víni og alles. Frábært hvað það hittist vel á, við getum nú skálað fyrir þessum áfanga.. fjórtán ár (er enn að ná því!!).

Afmælisbarn dagsins er Gummi Pé, til hamingju gamli, veit að Freyja verður góð við þig!

Varð nú bara að láta ykkur vita af þessu með fermingarafmælið
... en var ekki nítjánhundruðognítíu í hitteðfyrra???

~*~Srosin~*~ .
.. að verða elliær (en næ þó ekki Gumma ;) ).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home