s

föstudagur, október 17, 2008

Eftir viku

...er fyrirhuguð Danmerkurferð okkar vinkvenna, Önnu og undirrituðu. Þar er ætlunin að hitta Írisi nokkura Jensdóttur. Ahh, við Anna erum náttúrulega lööööngu búnar að panta og borga ferðina... gerðum það í ágúst, menímeníjírsagó, eða svo finnst manni.

Vá, hvað margt er nú breytt síðan þá. Við vorum svo spenntar, löngu búnar að plana að fara í dekur og næsheit.. chilla bara á kaffihúsum, versla og njóta alls.

Hahaha.. já nú er öldin önnur, amma mín.
Við skröltum eflaust saman út í Nettó eða Aldi (þessar ódýrustu kjörbúðir í DK), splæsum kannski saman í einn Öl og tvö rör...drekkum saman, förum með glerið aftur út í búð og kaupum nýjan Öl fyrir (glerið er nefninlega mjööög dýrmætt í DK).. Íris mun örugglega kaupa kassa af Öli handa sér og hlæja af okkur, en hún býr náttúrulega eins og fursti í Danaveldi :)
Við Anna gætum kannski tekið með okkur krít og teiknað á stéttar Danaveldis í von um smá laun vegfarenda fyrir. Eflaust margir sem myndu borga morðfjár fyrir að láta okkur hætta að krota :)

Jæja, en ég er allaveganna ekki búin að kaupa danskar krónur, lifi enn í þeirri von um að þær lækki aðeins.

Endilega ef þið lumið á góðri viðskiptahugmynd fyrir okkur Önnu til að skrapa saman í eins og tvo Öl þá látiði ljós ykkar skína í kommentaboxinu ;)

S r o s i n .... ég lifi í voninni.... laaalalalalalalala... ég elska stuð og helgarfríiii... hvernig var þetta nú aftur, ...svo MIKIÐ sukk og svínarí eða hehe?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home