s

miðvikudagur, október 29, 2008Komin frá Köben...
Þó svo að æðri máttarvöld gerðu allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að við Anna kæmumst til Köben þá komumst við nú samt!
Fyrst kom náttúrulega kreppa og flestir með viti hægja þá á og sleppa utanlandsferðum.. hmm ekki við ;) (vorum reyndar búnar að punga út fyrir ferðinni í ágúst sl.)
Síðan í kjölfar kreppu þurftum við að fara milli banka í von um smá gjaldeyri með... já veit, allt að fara á hausinn því við tókum gjaldeyri með okkur :(
Svo aðfararnótt brottfarardags kom þetta svakalega veður... Anna komst í Kópavoginn áður en Þrengsli og Hellisheiði lokuðust... seinkun varð svo á flugi svo við sváfum klukkustund lengur... komumst til Kef. og svo í loftið.

Köben tók ágætlega á móti okkur, urðum nú ekki varar við neitt skítkast út í Ísland en höfðum þó vaðið fyrir neðan okkur og vorum ákveðnar að segjast vera frá Færeyjum.

Á föstudagskveldinu skvettum við stöllur, þrjár í okkur einum Opal pela og tilheyrandi bjór... síðan var skundað niður strikið í átt að kareoke bar... þar var sötrað og spjallað og hlegið mikið. Við, Anna vorum náttúrulega komnar í spjall og töluðum um Færeyjarnar... þegar Íris kemur og eyðileggur plottið "Vi kommer fra Island" haha... en þá fengum við frekar svona "æ, aumingja þið" look... allaveganna skárra en að vera "dissaðar".
Sungið var lag í kareoke.. ja eða reynt... sumir hreinlega sáu ekki á skjáinn.. aðrir bara sungu sitt besta haha

Laugardagur var erfiður sökum Opalskota... fórum þó á kaffihús og út að borða... svo bara næs stelpukveld hjemme... mjög mikið hlegið þar.

Sunnudagur, áætlað að kíkja í Fields... Írisin kvödd og restin tók lestina í mollið.. gengum inn en allt var lokað... sáum einn öryggisvörð sem hljóp næstum að míkrafón sem var ca. tveimur metrum frá okkur og kallar yfir alla verslunarmiðstöðina... vinsamlegast yfirgefið Fields því það var allt lokað.... kommon.. kallinn var tveimur metrum frá okkur, hefði nánast geta hvíslað til okkar og við hefðum heyrt... nei, hitt var áhrifameira. Allaveganna hundskuðumst við út og hjem igen... fórum út að borða um kveldið.

Mánudagur... verslað eitthvað og svo allaleið heim til Íslands.

Frábær ferð þó það hafi verið mjööög skrítið að vera í DK og þurfa að spá í hverri krónu... kommon, maður tímdi ekki að kaupa appelsínusafa á kaffihúsi því hann var svo dýr! En hláturinn kostaði ekki krónu svo hann var vel nýttur :D

Hér er mynd af götunni þar sem við gistum í Vinens Hus...Skrítið að við duttum ekkert niður brattann stigann...
Og enn skrítnara að við skildum ekki henda þessum niður en þær voru staðsettar á stigaganginum sem var nú ekki breiður.. úff
Brill ferð sem verður pottþétt endurtekin EFTIR kreppu ;)
S r o s i n

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home