s

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Já, jæja, þá er þetta allt yfirstaðið. Við stóðum okkur bara mjög vel,
fyrir utan nokkur tæknileg atriði, en er það ekki alltaf þannig þegar allt brestur á?
...það var allaveganna klappað og hlegið og þá er nú takmarkinu náð.

Þorrablótið sjálft var nú svona í slakari kantinum...
hljómsveitin var nú ekki alveg upp á marga fiska..byrjuðu samt ágætlega. Þetta
var hljómsveitin Buff. Mér leist nú samt ekki alveg á það þegar ég sat út í sal og kemur
þar einn liðsmannana og sest hjá mér og fer að spjalla...ég meina þeir eru þrír,
og þá voru bara tveir uppi á sviði, og hinir og þessir að syngja, það var bara hörmulegt...hehe
Ég held að ég hafi verið farin að langa heim um tvöleytið, en rútan fór ekki fyrr en hálffjögur!!!
Kannski er ég að verða gömul :(

...svo það er nú ágætt að þetta er búið...

::..Horrenglur pirra mig! Sérstaklega þegar þær láta út úr sér hluti eins og :
"Veistu, stundum bara gleymi ég að borða." Sko, mér hefur tekist að gleyma hvar ég á heima,
hvar ég lagði bílnum, hvers dóttir mamma er og hvar ég setti lyklana.
En ég hef aldrei gleymt að borða. Hvílík heimska: að gleyma að borða!..::

-srosin-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home