Jæja, þá er úti um vorið sem ég var að væla um hérna fyrir nokkrum dögum!
Því þegar ég vaknaði og leit út var allt hvítt.....þessi snjór var nú ekkert voðalega
velkominn, allaveganna ekki hjá mér :(
Í fyrradag fórum við, Nökkvi, ég og Ragga vinkona okkar, út í bæ að skoða í búðir.
Þá var svo rosalega kalt, og við, Nökkvi, ekki með neina vettlinga, svo við örkuðum
búð í búð til að leita af hlýjum vettlingum.
Neeei, við vorum nú bjartsýn, því Daninn er búinn að setja vetrarfötin í geymslu
og þess í stað kominn með sólhattana, stuttbuxurnar og þess háttar átfitt...
....já, við fórum því heim með kaldar hendur, þann daginn.
......það er ekki laust við að maður freistast til að liggja lengur undir sæng....
......já það er nú í lagi, við erum nú í fríi, ekki satt???
-srosin-

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home