s

laugardagur, febrúar 08, 2003

Jæja, það var rosafjör í gær og auðvitað sló kjúklingarétturinn minn í gegn,
og ég sem mixaði hinu og þessu í hann. Oftast tekst manni þá aldrei aftur að fá hann eins.
Eftir matinn fórum við á írska krá, Ryans. Írska stemminginn svíkur engan, U2 á fóninum og flottheit.
Um hálftólf fórum við svo á dansstað, Buddy Holly, og þar var sko dansað,
held að ég hafi sjaldan dansað eins mikið, ég hugsaði mikið til hennar Söndru vinkonu,
við hefðum verið góðar saman þarna á gólfinu, kannski síðar ;)
Reyndar skemmdi endirinn fyrir kvöldinu, því veski vinkonu minnar var stolið! Mjög leiðinlegt.
Svo vaknaði ég í morgun og dreif mig í ræktina, fór í alveg geðveikan tíma, vel tekið á.

......svei mér þá ef líkamsræktin sé ekki besta þynnkumeðalið!!

-srosin-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home