s

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Loksins, loksins!

Já, í dag ættum við að fá sófasettið okkar, eftir að hafa beðið í rúman mánuð.
þessir danir stressa sig sko ekki á því að afhenda hlutina í tíma, reyndar sögðu
þeir við okkur í síðustu viku að það gæti kannski komið í þessari viku eða eftir mánuð!!
Já, þetta er allt svona hérna. Settið ætti að koma á þriðjudaginn ef við tækjum sendibíl
frá þeim, en við ákváðum að fá lánaða kerru hjá búðinni og sækja það sjálf...til að fá það strax!

Annars er bara kalt hjá okkur, ekkert vor í loftinu ennþá. En fallegt veður, sól og frost á trjánum,
eitt það fallegasta sem ég sé, þ.e. frostið á trjánum.

-srosin-


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home