Er maður allt í lagi?
Svei mér þá ef við Bryndís séum ekki að líkjast dönunum æ, meira! Fórum hjólandi í spinning!! Ég hélt að það væri bara svona spez danskt....eitthvað er það nú að breytast. Annars ákváðum við að grilla saman á laugardagskvöldið, þ.e. við (baunabúarnir) og Gummi og Bryndís, svo verður eflaust tekið eitt, tvö spil eftir á. Það er alltaf gaman. Við Ingvi erum einnig að spá í að skreppa yfir til Flensborgar í Þýskalandi og kaupa inn, svo ódýrt þar svona allskyns veigar og fleira...;)
Á morgun munum við, Íslendingarnir í OTS (Odense Tekniske Skole) hittast og drekka kaffi saman. Við erum reyndar bara tvær stelpurnar, báðar í multimediedesign og svo meirihlutinn af strákunum í Byggingafræði. Það er kennari eða námsráðgjafi, danskur, sem vill endilega að Íslendingarnir hittist svona við og við og rabbi saman. Það er líka alveg fínt.
Af skólanum er svo sem ekki mikið að frétta, í næstu viku verður ekki hefðbundin kennsla, því alla vikuna munum við læra um svona hljóðtækni eflaust eitthvað líka í sambandi við hljóð við tölvuleiki og fleira. Einnig ætlar minn hópur að fara byrja á tölvuleikja verkefninu okkar, betra að fara hella sér í það.
::..Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?..::
::..Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?..::
-srosin-
Svei mér þá ef við Bryndís séum ekki að líkjast dönunum æ, meira! Fórum hjólandi í spinning!! Ég hélt að það væri bara svona spez danskt....eitthvað er það nú að breytast. Annars ákváðum við að grilla saman á laugardagskvöldið, þ.e. við (baunabúarnir) og Gummi og Bryndís, svo verður eflaust tekið eitt, tvö spil eftir á. Það er alltaf gaman. Við Ingvi erum einnig að spá í að skreppa yfir til Flensborgar í Þýskalandi og kaupa inn, svo ódýrt þar svona allskyns veigar og fleira...;)
Á morgun munum við, Íslendingarnir í OTS (Odense Tekniske Skole) hittast og drekka kaffi saman. Við erum reyndar bara tvær stelpurnar, báðar í multimediedesign og svo meirihlutinn af strákunum í Byggingafræði. Það er kennari eða námsráðgjafi, danskur, sem vill endilega að Íslendingarnir hittist svona við og við og rabbi saman. Það er líka alveg fínt.
Af skólanum er svo sem ekki mikið að frétta, í næstu viku verður ekki hefðbundin kennsla, því alla vikuna munum við læra um svona hljóðtækni eflaust eitthvað líka í sambandi við hljóð við tölvuleiki og fleira. Einnig ætlar minn hópur að fara byrja á tölvuleikja verkefninu okkar, betra að fara hella sér í það.
::..Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?..::
::..Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?..::
-srosin-
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home