Fín helgi á enda...
Já, þetta er búið að vera ágætis helgi, búið að vera gaman að sjá bróður sinn og fjölskyldu og þá sérstaklega litlu frænku, algjört rassgat. Við fórum á fimmtudeginum í Aarhus og kíktum á kranaverksmiðju og í smá kaffi til Írisar frænku okkar Sigga, það var virkilega gaman að hitta hana og Arnar kærastann hennar. Og vonandi eigum við nú eftir að hittast aftur hérna í Danmörkunni. Annars held nú reyndar að þau hafi nú aðallega séð bara innan í búðirnar hér í Odense því annað var nú ekki mikið skoðað, ja, nema dýragarðinn því við fórum í dýragarðinn í morgun. Fórum út að borða í gær á Jensens Bøfhus, niðri í bæ, það var mjög fínt og fóru allir saddir þaðan. Siggi og Ingvi prufuðu nú poolið hér á vertanum á föstudagskvöld og spiluðu eina fjóra tíma, það var varla hægt að slíta Sigga frá borðinu, held að hann verði að fá sér stærri íbúð þegar heim verður komið svo pláss verður fyrir poolborð. Annars er nú gaman að segja frá því að hann féll alveg kylliflatur fyrir lokal bjórnum okkar hérna, Odense Classic frá Albani. Þau hafa verið einstaklega heppin með veður hérna í fríinu sínu því sólin hefur sínt sig nánast á hverjum degi og var sérstaklega heitt hérna í dag.
Svo er að kveðja í fyrramáli því þá fara þau aftur til Íslands, en þetta er búið að vera gaman að hitta þau og þökkum við bara fyrir samveruna...
-srosin-
Já, þetta er búið að vera ágætis helgi, búið að vera gaman að sjá bróður sinn og fjölskyldu og þá sérstaklega litlu frænku, algjört rassgat. Við fórum á fimmtudeginum í Aarhus og kíktum á kranaverksmiðju og í smá kaffi til Írisar frænku okkar Sigga, það var virkilega gaman að hitta hana og Arnar kærastann hennar. Og vonandi eigum við nú eftir að hittast aftur hérna í Danmörkunni. Annars held nú reyndar að þau hafi nú aðallega séð bara innan í búðirnar hér í Odense því annað var nú ekki mikið skoðað, ja, nema dýragarðinn því við fórum í dýragarðinn í morgun. Fórum út að borða í gær á Jensens Bøfhus, niðri í bæ, það var mjög fínt og fóru allir saddir þaðan. Siggi og Ingvi prufuðu nú poolið hér á vertanum á föstudagskvöld og spiluðu eina fjóra tíma, það var varla hægt að slíta Sigga frá borðinu, held að hann verði að fá sér stærri íbúð þegar heim verður komið svo pláss verður fyrir poolborð. Annars er nú gaman að segja frá því að hann féll alveg kylliflatur fyrir lokal bjórnum okkar hérna, Odense Classic frá Albani. Þau hafa verið einstaklega heppin með veður hérna í fríinu sínu því sólin hefur sínt sig nánast á hverjum degi og var sérstaklega heitt hérna í dag.
Svo er að kveðja í fyrramáli því þá fara þau aftur til Íslands, en þetta er búið að vera gaman að hitta þau og þökkum við bara fyrir samveruna...

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home