s

þriðjudagur, mars 11, 2003

Hef eignast danska ömmu!

....ja, eða svona næstum því. Ég hef svona stundum mætt í dönsku tíma í skólanum mínum. En þar er svona mjög létt kennsla í boði fyrir þá sem vilja, ég er svona eina sem hef lært dönsku áður og er þess vegna að fá minna út úr tímunum en hinir. Sú sem kennir, sjötug kona, finnst svo leiðinlegt að ég skuli ekki tala dönskuna því henni finnst ég skilja hana þokkalega vel svo hún kom með þá hugmynd að ég myndi koma heim til hennar 1-2 sinnum í viku svona 2tíma í senn og við myndum skiptast á upplýsingum, hún að kenna mér dönsku og ég að aðstoða hana í tölvunni sinni. Mér fannst þetta náttúrulega snilldarskipti, og hlakka bara til að fara í danskt kaffispjall.

Annars er ég svo ánægð því ég hef heyrt frá svo mörgum góðum vinum í dag og í gær, takk fyrir! Alltaf gaman að heyra frá vinum og ættingjum.

-srosin-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home