s

sunnudagur, mars 09, 2003

Helgin

Á föstudaginn fórum við, baunabúar, í Þýskalandsreisu. Og gaman að segja frá því að fordarinn hann komst upp í 120...og tók meira segja framúr fimm bílum í röð, þetta getur hann kallinn! Við komumst einning að því að það kemst dágott magn af veigum í bílinn, já og sælgæti...hehe

Laugardagskvöldið komu svo Bryndís og Gummi til okkar með sitt frábæra grill og það var sko grillað....mmmm.....danskt svín á grillið! Það var svo ljúft og gott, að við vorum öll að springa eftir matinn. Þá var dregið fram Partý og co. og spilað, og svo fengið sér smá eftirrétt, bountyköku frá Bryndísi...mmm. Svo á miðnætti rann upp afmælisdagurinn hennar Bryndísar, til hamingju Bryndís. Við gáfum henni skot í lítilli sæðisfrumuflösku...og þegar hún var að hella þessu upp í sig þá kom ekkert, en þá kom snilldarsetning frá Gumma.."þetta gerist stundum" hehehe Við spjölluðum þar til að fólk var orðið ansi þreytt, þá yfirgáfu hjónakornin okkur. En stuttu síðar komu Hafsteinn hennar Ástu og maður frænku hans í heimsókn. Voru svona í góðum gír eftir að hafa drukkið mjög sérstaka íslenska brennivín, óblandað, bara tóku tappa og tappa. Það var rabbað hérna um hin ýmsu málefni en síðan fóru piltarnir á vertann í billiard. Svo við baunabúar fórum bara í háttinn eftir annars mjög fínt kvöld.

-srosin-


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home