s

þriðjudagur, mars 18, 2003

Jæja, þá er það á morgun...

...sem Inga, Siggi og Magnea Arna koma í heimsókn. Ég held að það séu allir farnir að hlakka til. Þau þora held ég ekki öðru en að skiptast á að gista hér og hjá systir Ingu, greyin, eitthvað hrædd við okkur hérna! Nei, nei, það skiptir nú ekki öllu hvar þau gista því það eru nú ekki nema tvær-þrjár íbúðir á milli. Það er þvílík bongóblíða úti og þá er bara að vona að það verður áfram. Ég held að það muni nú bara ráðast hvað gert verður meðan þau verða hér, nema það að á fimmtudaginn er planið að fara til Aarhus og kíkja á kranaverksmiðju....æði!!hehe....nei, þetta er nú fyrir Sigga. En svo verður bara einn dagur tekinn fyrir í einu. Þetta verður gaman, förum eitthvað út að borða og svoleiðis. Jæja, hef ekki mikið að segja núna, er bara orðin spennt að sjá þau öll.

-srosin-


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home