Kann ekki að vera lasin
Já, það er svo erfitt að hanga heima aðgerðalaus upp í sófa þegar maður er lasin. Eða alla veganna get ég það ekki. Í staðinn bæsaði ég sex stóla sem við keyptum okkur á 2400ikr þ.e. allir stólarnir (kjarakaup), fór út í bæ í ísköldu veðri og pantaði eldhúsborð og sófaborð og rápaði í efnabúðir, og hvað uppskeri ég?? .....já, auðvitað verri heilsu, hausverk og verra kvef. Held að ég verði að hugsa minn gang!
Annars er það að frétta að Nökkvi var valinn ásamt 9 öðrum krökkum úr leikskólanum sínum að fara og vera með krökkum sem eru að læra leikskólakennarann. Þau verða með krökkunum fjóra næstu daga, þau fara í íþróttir, í skógarferð, leikvöll og svo verður endað á fjársjóðsleit. Þetta er í sambandi við eitthvað verkefni hjá nemendunum, og þetta verður allt tekið upp á upptökuvél.
Af mínu námi er annars ekki mikið að frétta, allaveganna ekki mikið í þessari viku! Á að hanna logo fyrir umhverfisvænt kaffihús. Er nú ekki búin að þessu en hef nokkrar hugmyndir. Það er voða gaman að fást við svona verkefni.
Jæja, segjum það í bili.....
-srosin-
Já, það er svo erfitt að hanga heima aðgerðalaus upp í sófa þegar maður er lasin. Eða alla veganna get ég það ekki. Í staðinn bæsaði ég sex stóla sem við keyptum okkur á 2400ikr þ.e. allir stólarnir (kjarakaup), fór út í bæ í ísköldu veðri og pantaði eldhúsborð og sófaborð og rápaði í efnabúðir, og hvað uppskeri ég?? .....já, auðvitað verri heilsu, hausverk og verra kvef. Held að ég verði að hugsa minn gang!
Annars er það að frétta að Nökkvi var valinn ásamt 9 öðrum krökkum úr leikskólanum sínum að fara og vera með krökkum sem eru að læra leikskólakennarann. Þau verða með krökkunum fjóra næstu daga, þau fara í íþróttir, í skógarferð, leikvöll og svo verður endað á fjársjóðsleit. Þetta er í sambandi við eitthvað verkefni hjá nemendunum, og þetta verður allt tekið upp á upptökuvél.
Af mínu námi er annars ekki mikið að frétta, allaveganna ekki mikið í þessari viku! Á að hanna logo fyrir umhverfisvænt kaffihús. Er nú ekki búin að þessu en hef nokkrar hugmyndir. Það er voða gaman að fást við svona verkefni.
Jæja, segjum það í bili.....
-srosin-
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home