blessuð sólin elskar allt
...já, það er búið að vera sól og sumarylur hérna...en bévítans rokið skemmir nú dálítið fyrir. Það er spáð áframhaldandi hlýindum um 20stiga hita og sól, svo ekki kvarta ég. Plön dagsins í dag eru enn óljós, það er spurning hvort stefnt verður á hið víðfræga Legoland eða kannski farið í það á morgun, því þá gætum við einnig farið í stóran dýragarð þar sem maður keyrir í gegn, en hann opnar á morgun. En alla veganna veit ég að við finnum okkur eitthvað til dundus í dag. Verst hvað það er dýrt að fara til Köben...alltof dýrt að keyra yfir þessa Stórubeltisbrú, annars hefði ég alveg verið til í að skreppa þangað og slaka á og sitja á kaffihúsi við Nyhavn eða eitthvað.
Nú er ég aðeins farin að stressast upp þegar ég hugsa hvað er stutt til sumarsins....ekki það að sumarið sé slæmt, nei, það er nú öllu frekar blessuð prófin sem ég hef áhyggjur af....munnlegu prófin.....en ég reyni bara að taka einn dag í einu ;)
Sjáum bara til hvað gert verður í dag....leyfum alla veganna sólinni að komast almennilega upp fyrst....
-srosin-
...já, það er búið að vera sól og sumarylur hérna...en bévítans rokið skemmir nú dálítið fyrir. Það er spáð áframhaldandi hlýindum um 20stiga hita og sól, svo ekki kvarta ég. Plön dagsins í dag eru enn óljós, það er spurning hvort stefnt verður á hið víðfræga Legoland eða kannski farið í það á morgun, því þá gætum við einnig farið í stóran dýragarð þar sem maður keyrir í gegn, en hann opnar á morgun. En alla veganna veit ég að við finnum okkur eitthvað til dundus í dag. Verst hvað það er dýrt að fara til Köben...alltof dýrt að keyra yfir þessa Stórubeltisbrú, annars hefði ég alveg verið til í að skreppa þangað og slaka á og sitja á kaffihúsi við Nyhavn eða eitthvað.
Nú er ég aðeins farin að stressast upp þegar ég hugsa hvað er stutt til sumarsins....ekki það að sumarið sé slæmt, nei, það er nú öllu frekar blessuð prófin sem ég hef áhyggjur af....munnlegu prófin.....en ég reyni bara að taka einn dag í einu ;)
Sjáum bara til hvað gert verður í dag....leyfum alla veganna sólinni að komast almennilega upp fyrst....

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home