....langþráð Páskafrí
...þá eru þessar blessuðu verkefnavikur búnar og er það ólýsanleg tilfinning. Reyndar er leikurinn okkar ekki alveg búinn en klárast á morgun, en við höfum til sunnudagskvöld að skila þessum leik inn. Þetta er nú ekki flókinn leikur, enda fyrir börn, en samt fyrsti leikurinn sem við gerum svo við erum búnar að vinna myrkvanna á milli. T.d. var ég í skólanum í gær frá kl. átta um morguninn til hálf ellefu um kvöldið...nonstop!! En þetta var bara lærdómsríkt og gaman.
Ég er nýkomin úr matarboði, hönnunarkennarinn okkar hún Lise, bauð bara bekknum í mat. Þetta var voða næs, lasagne og kjúlli og chattað. Svo fór eitthvað af liðinu í partý í skólanum, nánar tiltekið kaffiteríunni í okkar byggingu. Hmmm, en ég er svoddan félagsskítur hehhe....njaa...fór á trall um síðustu helgi og nennan ekki í gangi....kannski hefur aldur eitthvað með að segja, hver veit. En allaveganna var þetta fínn endir á tveimur löngum vinnuvikum...
Svo kemur hún Maja til okkar á morgun (mamma hans Ingva fyrir þá sem ekki vita) og hún verður fram yfir Páska. Það verður gaman að fá hana í heimsókn og eigum við eflaust eftir að skoða ýmislegt.
....jæja, ætla fara og leggjast í sófann minn og SLAKA Á....
-srosin-
...þá eru þessar blessuðu verkefnavikur búnar og er það ólýsanleg tilfinning. Reyndar er leikurinn okkar ekki alveg búinn en klárast á morgun, en við höfum til sunnudagskvöld að skila þessum leik inn. Þetta er nú ekki flókinn leikur, enda fyrir börn, en samt fyrsti leikurinn sem við gerum svo við erum búnar að vinna myrkvanna á milli. T.d. var ég í skólanum í gær frá kl. átta um morguninn til hálf ellefu um kvöldið...nonstop!! En þetta var bara lærdómsríkt og gaman.
Ég er nýkomin úr matarboði, hönnunarkennarinn okkar hún Lise, bauð bara bekknum í mat. Þetta var voða næs, lasagne og kjúlli og chattað. Svo fór eitthvað af liðinu í partý í skólanum, nánar tiltekið kaffiteríunni í okkar byggingu. Hmmm, en ég er svoddan félagsskítur hehhe....njaa...fór á trall um síðustu helgi og nennan ekki í gangi....kannski hefur aldur eitthvað með að segja, hver veit. En allaveganna var þetta fínn endir á tveimur löngum vinnuvikum...
Svo kemur hún Maja til okkar á morgun (mamma hans Ingva fyrir þá sem ekki vita) og hún verður fram yfir Páska. Það verður gaman að fá hana í heimsókn og eigum við eflaust eftir að skoða ýmislegt.
....jæja, ætla fara og leggjast í sófann minn og SLAKA Á....

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home