...já, nú fáið þið bara tvö blogg í einu!!
Ég hef verið að hugsa hvort bloggið sé að hinu góða eður ei, ég veit að hjá flestum er þetta nú ósköp saklaust og einungis verið að fá útrás fyrir skrifum. Mér var bent á bloggsíðu í gær, af heimildarmanni hér í Danmörku!! Þar er ung stelpa, frá Þorlákshöfn og hennar vinkonur útúða annari og nafngreina hana. Alla veganna það sem ég las var svo grimmdarlegt að það risu hár á höfði mínu. Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti þessum stelpum, er bara búin að vera velta þessu fyrir mér hvort þetta sér rétta leiðin til að koma með svona sterkar skoðanir á einni manneskju, þ.e. að nota Internetið því það er einn víðtækasti miðillinn sem við höfum.
það er náttúrulega búið að vera svo mikil umræða um einelti heima á Íslandi að maður fer að hugsa, er Internetið nýjasta leiðin í þessari framkomu?
...er eðlilegt að mannskepnan sé svo grimm...erum við virkilega svona?
-srosin-
Ég hef verið að hugsa hvort bloggið sé að hinu góða eður ei, ég veit að hjá flestum er þetta nú ósköp saklaust og einungis verið að fá útrás fyrir skrifum. Mér var bent á bloggsíðu í gær, af heimildarmanni hér í Danmörku!! Þar er ung stelpa, frá Þorlákshöfn og hennar vinkonur útúða annari og nafngreina hana. Alla veganna það sem ég las var svo grimmdarlegt að það risu hár á höfði mínu. Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti þessum stelpum, er bara búin að vera velta þessu fyrir mér hvort þetta sér rétta leiðin til að koma með svona sterkar skoðanir á einni manneskju, þ.e. að nota Internetið því það er einn víðtækasti miðillinn sem við höfum.
það er náttúrulega búið að vera svo mikil umræða um einelti heima á Íslandi að maður fer að hugsa, er Internetið nýjasta leiðin í þessari framkomu?
...er eðlilegt að mannskepnan sé svo grimm...erum við virkilega svona?
-srosin-

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home