Ferðalangar komnir heim...
Í gær lögðum við af stað til Jótlands og var ferðinni heitið í Ljónagarðinn Givskud. Eftir um klukkutímaakstur vorum við komin þangað. Fyrir þá sem ekki vita þá er þessi garður ekki bara ljónagarður heldur stór dýragarður þar sem maður keyrir í gegn en þó er hægt að ganga á sumum stöðum. Við byrjuðum á því að ganga og skoða fílana, þeir voru á þokkalega góðu svæði og var ekki há girðing utan um svæðið en svona gryfjur í kring. Við vorum búin að standa í smá tíma þegar einn fíllinn kemur á ausandi ferð að okkur og snarstoppar rétt við gryfjuna þannig að allir sem voru að horfa fengu hálfgert sjokk að hann kæmi bara æðandi yfir, einnig þyrlaðist sandurinn upp. Það var svakalegt að sjá þetta en ekki var allt búið...fíllinn gekk svona beint fyrir framan nefið á okkur tók upp stærðarinnar grein með rananum og þrykkti henni í mannfjöldann, en sem betur fer meiddist enginn, en váá, hvað öllum brá og litli maðurinn í hópnum sem var ekkert alltof spenntur fyrir þessum garði varð ekki glaður og runnu nokkur tár niður hjá honum þarna. En þá fórum við í bílinn og keyrðum í gegnum svæði hjá skemmtilegum dýrum eins og gíröffum, strútum og fleiri dýrum. Svo komum við aftur að svona göngusvæði og fórum að kíkja á górillur. Þær voru bæði úti og inni í búrunum sínum, við vorum komin inn að búrunum þeirra og lágum á einni rúðunni og fylgdumst með. Kemur þá elsta górillan og stendur svona rétt fyrir framan okkur og það kemur einhver svipur á hann og stekkur hann af öllu afli á gluggann okkar...og váá váá hvað okkur brá og kipptumst við öll frá glugganum, en þessir gluggar eru náttúrulega úr þykku og skotheldu gleri. En þarna heyrðist nú svakalegur grátur frá Nökkva, fyrst hélt ég að hann væri að hlæja en nei, litli karlinn....varð svona hræddur enda ekki furða svo við drifum okkur út frá þessum górilluöpum. Eftir þetta keyrðum við í gegnum ljónagarðinn og Nökkvi stökk niður á gólf annað slagið af ótta við ljónin. En þau nenntu nú ekkert að hreyfa sig og virtust bara vera prúðustu dýrin þarna. Við stoppuðum og fengum okkur nesti og kíktum aðeins á simpansana en þar var nú sama sagan...ekki líkaði elsta simpansanum öll athyglin og fann spýtu og grýtti henni í mann sem stóð og horfði á.
...voru það við eða hvað???
Eftir þessa reynslu ákváðum við að fara að næst hæsta fjalli Danmerkur. Við vorum búin að keyra í smá tíma og áttum að vera nálægt fjallinu...en við þurftum að leita að þessu blessaða fjalli...jæja, við fundum nú Resturant Himmelbjerget svo við hlytum að vera á réttum stað. Þar lögðum við bílnum og hófum fjallgönguna...ja..eða þannig. Við gengum svona smá spotta, svipað og frá bílastæðunum hjá Perlunni og upp að henni, og þá var toppnum náð og meira segja á þessari stuttu göngu voru tvær eða jafnvel þrjár sjoppur en reyndar ekki opnar. Vissara að hafa þær þarna ef fólk verður uppgefið á leiðinni...hahahhaha. Reyndar var greinilegt að maður hefði séð fjallið ágætlega hinum megin frá, því útsýnið var æðislegt, yfir smá dal með vatni og fullt af trjám, eflaust æðislegur staður á sumrin.
Eftir þetta var ferðinni haldið heim á leið og urðum við að vera komin heim fyrir kl. 22:00 því þá yrði litlabeltisbrúnni lokað vegna viðgerða. Með viðkomu í Fredricia komumst við heil á höldnu heim um hálf tíu.
Í dag er svo planið að kaupa í páskamatinn og grilla svo með Íslendingunum hérna á Raskinu. Og munu karlmennirnir hittast á efra bílaplaninu og bóna bílana...einhver mjög heilög athöfn...hehehhe og svo grilla allir saman og hafa gaman.
...jæja, segi það í bili...já, mynni á myndir í myndasafninu...náðum reyndar engum á Himmelbjerget...batteríin búin þá :(
-srosin-
Í gær lögðum við af stað til Jótlands og var ferðinni heitið í Ljónagarðinn Givskud. Eftir um klukkutímaakstur vorum við komin þangað. Fyrir þá sem ekki vita þá er þessi garður ekki bara ljónagarður heldur stór dýragarður þar sem maður keyrir í gegn en þó er hægt að ganga á sumum stöðum. Við byrjuðum á því að ganga og skoða fílana, þeir voru á þokkalega góðu svæði og var ekki há girðing utan um svæðið en svona gryfjur í kring. Við vorum búin að standa í smá tíma þegar einn fíllinn kemur á ausandi ferð að okkur og snarstoppar rétt við gryfjuna þannig að allir sem voru að horfa fengu hálfgert sjokk að hann kæmi bara æðandi yfir, einnig þyrlaðist sandurinn upp. Það var svakalegt að sjá þetta en ekki var allt búið...fíllinn gekk svona beint fyrir framan nefið á okkur tók upp stærðarinnar grein með rananum og þrykkti henni í mannfjöldann, en sem betur fer meiddist enginn, en váá, hvað öllum brá og litli maðurinn í hópnum sem var ekkert alltof spenntur fyrir þessum garði varð ekki glaður og runnu nokkur tár niður hjá honum þarna. En þá fórum við í bílinn og keyrðum í gegnum svæði hjá skemmtilegum dýrum eins og gíröffum, strútum og fleiri dýrum. Svo komum við aftur að svona göngusvæði og fórum að kíkja á górillur. Þær voru bæði úti og inni í búrunum sínum, við vorum komin inn að búrunum þeirra og lágum á einni rúðunni og fylgdumst með. Kemur þá elsta górillan og stendur svona rétt fyrir framan okkur og það kemur einhver svipur á hann og stekkur hann af öllu afli á gluggann okkar...og váá váá hvað okkur brá og kipptumst við öll frá glugganum, en þessir gluggar eru náttúrulega úr þykku og skotheldu gleri. En þarna heyrðist nú svakalegur grátur frá Nökkva, fyrst hélt ég að hann væri að hlæja en nei, litli karlinn....varð svona hræddur enda ekki furða svo við drifum okkur út frá þessum górilluöpum. Eftir þetta keyrðum við í gegnum ljónagarðinn og Nökkvi stökk niður á gólf annað slagið af ótta við ljónin. En þau nenntu nú ekkert að hreyfa sig og virtust bara vera prúðustu dýrin þarna. Við stoppuðum og fengum okkur nesti og kíktum aðeins á simpansana en þar var nú sama sagan...ekki líkaði elsta simpansanum öll athyglin og fann spýtu og grýtti henni í mann sem stóð og horfði á.
...voru það við eða hvað???
Eftir þessa reynslu ákváðum við að fara að næst hæsta fjalli Danmerkur. Við vorum búin að keyra í smá tíma og áttum að vera nálægt fjallinu...en við þurftum að leita að þessu blessaða fjalli...jæja, við fundum nú Resturant Himmelbjerget svo við hlytum að vera á réttum stað. Þar lögðum við bílnum og hófum fjallgönguna...ja..eða þannig. Við gengum svona smá spotta, svipað og frá bílastæðunum hjá Perlunni og upp að henni, og þá var toppnum náð og meira segja á þessari stuttu göngu voru tvær eða jafnvel þrjár sjoppur en reyndar ekki opnar. Vissara að hafa þær þarna ef fólk verður uppgefið á leiðinni...hahahhaha. Reyndar var greinilegt að maður hefði séð fjallið ágætlega hinum megin frá, því útsýnið var æðislegt, yfir smá dal með vatni og fullt af trjám, eflaust æðislegur staður á sumrin.
Eftir þetta var ferðinni haldið heim á leið og urðum við að vera komin heim fyrir kl. 22:00 því þá yrði litlabeltisbrúnni lokað vegna viðgerða. Með viðkomu í Fredricia komumst við heil á höldnu heim um hálf tíu.
Í dag er svo planið að kaupa í páskamatinn og grilla svo með Íslendingunum hérna á Raskinu. Og munu karlmennirnir hittast á efra bílaplaninu og bóna bílana...einhver mjög heilög athöfn...hehehhe og svo grilla allir saman og hafa gaman.
...jæja, segi það í bili...já, mynni á myndir í myndasafninu...náðum reyndar engum á Himmelbjerget...batteríin búin þá :(

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home