s

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Hafið þið velt fyrir ykkur....

Af hverju þið voruð sett á þennan stað í lífinu, hvaða lykilhlutverki er þér ætlað að þjóna. Ég á það til að detta ofaní svona spurningar sem poppa upp í kollinum á mér. Ég verð stundum verri en Nökkvi sem er vonandi að komast yfir "af hverju aldurinn" eftir laaaannngan tíma....hehehehe, kannski er ég enn á þessum aldri nema bara hætt að spyrja aðra og velti þessu frekar fyrir mér í hljóðum, ja, nema núna. Já, ég spekulera oft í svona hlutum, og ég trúi því að hluti af lífi hvers einstaklings sé fyrirfram ákveðið en restina verðum við að fylla upp í. ....oft er eins og maður gangi í gegnum lífið, hittir fullt af mjög mismunandi fólki og maður svona nái stundum að sjúga úr því þekkingu og reynslu, þó maður viti það ekki þá, en síðar kemu tími þar sem þú nærð að nýta þessa ákveðnu þekkingu og reynslu frá þessum aðilum. Þetta er svo skrítið, gaman að pæla í þessu.

....jæja....bara svona pælingar, ekkert alvarlegt...

..en annars er fínt héðan, rigning og rólegt veður, fallegt svona úti, tréin farin að laufga og svona.

-srosin-



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home