jamm og jæja...
Gleðilega Páska. Já, nú er fríið alveg á enda...eða alla veganna hjá mér og Nökkva því við förum í skólana okkar á morgun en Ingvi fær aðeins lengra frí!!! Maja fór í morgun, var leiðinlegt að kveðja hana, það var nú samt búið að vera rosalega gaman hjá okkur. Við ferðuðumst ágætlega og sáum margt sniðugt, vona að hún hafi haft jafn gaman af þessari heimsókn og við. Takk fyrir frábæran tíma, Maja.
Á laugardaginn var sameiginlegt grill hér á Raskinu...þ.e.a.s. flestir Íslendingarnir gerðu sér glaðan dag og grilluðu saman og höfðu gaman fram á nótt. Reyndar setti veðrið aðeins strik í reikninginn því það var svona ekta íslenskt útileguveður....lopapeysuveður eða jafnvel norparaveður! ...en er það bara ekki til að draga fram réttu stemminguna?? Þetta var voða gaman og skemmtu allir sér konunglega.
Páskadagsmorgun spratt ungi maðurinn á fætur um níu og þá hófst Páskaeggjaleit...hann þurfti nú smá hjálp við að finna eggið en ekki neina hjálp við að bragða á því...hehhe. Eftir hádegi flúði Ingvi svo heimilið sitt og fékk athvarf hjá Gumma hennar Freyju....ja...reyndar var það planað að karlpeningurinn myndi hittast og horfa á formúluna. Í staðinn komu Freyja og Ársól hingað til okkar, greyin flúðu þessi karlmenni á sínum bæ...allt húsið fullt af karlmönnum... Já, við spjölluðum hér og hjálpaði ég Freyju við að setja upp bloggsíðu svo hér bloggar Freyja.
Síðar um daginn eftir góð úrslit í formúlunni, þrátt fyrir sorgardag Schumacker-fjölskyldunnar, var tendrað upp í grillinu og byrjað að grilla Nýsjálenskt lambakjöt, fyrir þá sem ekki hafa smakkað það þá er bragðið ekki svo ólíkt íslenska lambakjötinu. Gummi kom í Páskamat til okkar og höfðum við það notalegt hérna...borðuðum á okkur gat og svo aðeins meir eftir því ekki má sleppa Páskatertunni!!!
Jæja...best að fara reyna njóta aðeins það sem eftir er frísins.....
(p.s. fullt af nýjum myndum í myndasafninu okkar til vinstri!!)
-srosin-
Gleðilega Páska. Já, nú er fríið alveg á enda...eða alla veganna hjá mér og Nökkva því við förum í skólana okkar á morgun en Ingvi fær aðeins lengra frí!!! Maja fór í morgun, var leiðinlegt að kveðja hana, það var nú samt búið að vera rosalega gaman hjá okkur. Við ferðuðumst ágætlega og sáum margt sniðugt, vona að hún hafi haft jafn gaman af þessari heimsókn og við. Takk fyrir frábæran tíma, Maja.
Á laugardaginn var sameiginlegt grill hér á Raskinu...þ.e.a.s. flestir Íslendingarnir gerðu sér glaðan dag og grilluðu saman og höfðu gaman fram á nótt. Reyndar setti veðrið aðeins strik í reikninginn því það var svona ekta íslenskt útileguveður....lopapeysuveður eða jafnvel norparaveður! ...en er það bara ekki til að draga fram réttu stemminguna?? Þetta var voða gaman og skemmtu allir sér konunglega.
Páskadagsmorgun spratt ungi maðurinn á fætur um níu og þá hófst Páskaeggjaleit...hann þurfti nú smá hjálp við að finna eggið en ekki neina hjálp við að bragða á því...hehhe. Eftir hádegi flúði Ingvi svo heimilið sitt og fékk athvarf hjá Gumma hennar Freyju....ja...reyndar var það planað að karlpeningurinn myndi hittast og horfa á formúluna. Í staðinn komu Freyja og Ársól hingað til okkar, greyin flúðu þessi karlmenni á sínum bæ...allt húsið fullt af karlmönnum... Já, við spjölluðum hér og hjálpaði ég Freyju við að setja upp bloggsíðu svo hér bloggar Freyja.
Síðar um daginn eftir góð úrslit í formúlunni, þrátt fyrir sorgardag Schumacker-fjölskyldunnar, var tendrað upp í grillinu og byrjað að grilla Nýsjálenskt lambakjöt, fyrir þá sem ekki hafa smakkað það þá er bragðið ekki svo ólíkt íslenska lambakjötinu. Gummi kom í Páskamat til okkar og höfðum við það notalegt hérna...borðuðum á okkur gat og svo aðeins meir eftir því ekki má sleppa Páskatertunni!!!
Jæja...best að fara reyna njóta aðeins það sem eftir er frísins.....
(p.s. fullt af nýjum myndum í myndasafninu okkar til vinstri!!)

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home