jæja, þá er öxin fallin...
...ég fór í sakleysi mínu í gærkveldi inn á skólavefinn minn....aðallega að athuga hvort það væri nokkur kennari lasin eða eitthvað....en nei....þar var það...það sem ég hef verið að reyna hugsa ekki um.....já, ég er að tala um lýsinguna á lokarannarverkefninu og prófunum, þar stóð þetta allt...fjórar A4síður um hvernig þetta verður!!!
Lokarannarverkefnið byrjar í næstu viku og er það hópverkefni...ekki er alveg búið að koma fram hvað það verður en væntanlega er það heimasíða og eitthvað hönnunarlegt dæmi. En auk þess þarf hópurinn að gera 20síðna ritgerð um "marketing og stragegy" og svo hver einstaklingur í hópnum þarf þar fyrir utan að gera 10síðna ritgerð. Eftir u.þ.b. þrjár vikur munum við skila inn þessum verkefnum, þá meta kennararnir hvort þetta sé nægilega gott til að við komumst í próf. Kennararnir geta sagt að þetta sé ekki nægilega gott og fáum við þá 7daga til að laga verkefnið eða ritgerðina. Þeir geta sagt að þetta sé alls ekki gott og þá er ákveðinn nýr skiladagur og hópurinn þarf að gera allt verkefnið upp á nýtt og taka próf síðar. En ef svo vill til að maður kemst í próf þá er það ferli á þessa vegu: tveimur vikum eftir skiladegi verkefnanna þá hefjast prófin, og hér í Danmörku er munnleg próf afar vinsæl, og já, þetta er munnlegt. Einn og einn kemur inn og kynnir verkefnið í fimm mínútur, eftir það hefst 15mínútna langt próf þar sem kennarinn spyr út úr efni vetrarins. Eini kosturinn við þessi munnlegu próf er að maður fær strax að vita hvernig manni gekk.
.....en alla veganna eftir að fá þessar upplýsingar beint í æð seint í gærkveldi þá var erfitt að fljúga inn í draumaheim....og eiga eflaust eftir að verða nokkar andvökunætur í viðbót!!!
Alla veganna ætla ég að fara og fá mér smá lúr núna.....svo ég nái að byggja upp smá varasvefnforða fyrir næstu tvo mánuðina!!!
þar til síðar....
-srosin-
...ég fór í sakleysi mínu í gærkveldi inn á skólavefinn minn....aðallega að athuga hvort það væri nokkur kennari lasin eða eitthvað....en nei....þar var það...það sem ég hef verið að reyna hugsa ekki um.....já, ég er að tala um lýsinguna á lokarannarverkefninu og prófunum, þar stóð þetta allt...fjórar A4síður um hvernig þetta verður!!!
Lokarannarverkefnið byrjar í næstu viku og er það hópverkefni...ekki er alveg búið að koma fram hvað það verður en væntanlega er það heimasíða og eitthvað hönnunarlegt dæmi. En auk þess þarf hópurinn að gera 20síðna ritgerð um "marketing og stragegy" og svo hver einstaklingur í hópnum þarf þar fyrir utan að gera 10síðna ritgerð. Eftir u.þ.b. þrjár vikur munum við skila inn þessum verkefnum, þá meta kennararnir hvort þetta sé nægilega gott til að við komumst í próf. Kennararnir geta sagt að þetta sé ekki nægilega gott og fáum við þá 7daga til að laga verkefnið eða ritgerðina. Þeir geta sagt að þetta sé alls ekki gott og þá er ákveðinn nýr skiladagur og hópurinn þarf að gera allt verkefnið upp á nýtt og taka próf síðar. En ef svo vill til að maður kemst í próf þá er það ferli á þessa vegu: tveimur vikum eftir skiladegi verkefnanna þá hefjast prófin, og hér í Danmörku er munnleg próf afar vinsæl, og já, þetta er munnlegt. Einn og einn kemur inn og kynnir verkefnið í fimm mínútur, eftir það hefst 15mínútna langt próf þar sem kennarinn spyr út úr efni vetrarins. Eini kosturinn við þessi munnlegu próf er að maður fær strax að vita hvernig manni gekk.
.....en alla veganna eftir að fá þessar upplýsingar beint í æð seint í gærkveldi þá var erfitt að fljúga inn í draumaheim....og eiga eflaust eftir að verða nokkar andvökunætur í viðbót!!!
Alla veganna ætla ég að fara og fá mér smá lúr núna.....svo ég nái að byggja upp smá varasvefnforða fyrir næstu tvo mánuðina!!!
þar til síðar....

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home