Maður dæmir alltof mikið af fyrstu sýn.....
Ég og vinkona mín, Laura, fórum á kaffihús í Kringlu þeirra Odensebúa. Einu sætin sem við fundum var við hliðin á einhverjum róna, sem eru nú ófáir hér í DK....við létum okkur hafa það og settumst og spjölluðum saman. Ég tók eftir því að róninn fór að reyna ná sambandi við okkur....en við svona þóttumst ekki taka eftir því. Eftir smá tíma fór ég að vorkenna greyið manninum og ákvað að svara honum kurteislega. Mér til mikilla furðu, þá var manngreyið engin róni heldur maður sem var svona fatlaður....leit út eins og kófdrukkinn. En við spjölluðum heillengi við hann og hann var mjög klár, sjómaður sem hafði ferðast um allan heim, trúlofaður...var mótorhjólagaur hér áður og lennti svo í mótorhjólaslysi, og hlaut svona mikinn skaða af. En einhvern veginn hrifumst við svo af því að hann hafði svo mikinn húmor, bæði fyrir sjálfum sér og öðru. Gerði óspart grín af sjálfum sér....sagði að hann hafi alltaf viljað vera sjóræningi og nú væri hann það...en hann var með annað augað skemmt og staurfót....auk annarar fötlunnar. Svo sagði hann við okkur að ef við vildum eiginhandaráritun þá væri það meira en sjálfsagt...hann myndi skrifa á mynd af sér eins og hinar stjörnurnar....hehehe....Þegar allt kom til alls varð þessi maður bara svona ferlega hress og víðlesinn en ekki eins og við héldum fyrst, afskiptasamur róni, þó þeir eigi nú bágt.
....ég fór að hugsa þegar ég ók heim á leið frá kaffihúsinu, hvað lífið getur breyst hratt.....í hans tilviki þá breyttist líf hans á svipstundu....heilsan farin...unnustan farin....og allt....en þó ekki húmorinn....og það var frábært að heyra að hann hafði þó enn húmorinn....
...ég held að maður ætti taka það til fyrirmyndar að vera ekki að vola þó maður eigi bágt annað slagið
heldur að lifa lífinu eins lifandi og kostur gefst....
-srosin-
Ég og vinkona mín, Laura, fórum á kaffihús í Kringlu þeirra Odensebúa. Einu sætin sem við fundum var við hliðin á einhverjum róna, sem eru nú ófáir hér í DK....við létum okkur hafa það og settumst og spjölluðum saman. Ég tók eftir því að róninn fór að reyna ná sambandi við okkur....en við svona þóttumst ekki taka eftir því. Eftir smá tíma fór ég að vorkenna greyið manninum og ákvað að svara honum kurteislega. Mér til mikilla furðu, þá var manngreyið engin róni heldur maður sem var svona fatlaður....leit út eins og kófdrukkinn. En við spjölluðum heillengi við hann og hann var mjög klár, sjómaður sem hafði ferðast um allan heim, trúlofaður...var mótorhjólagaur hér áður og lennti svo í mótorhjólaslysi, og hlaut svona mikinn skaða af. En einhvern veginn hrifumst við svo af því að hann hafði svo mikinn húmor, bæði fyrir sjálfum sér og öðru. Gerði óspart grín af sjálfum sér....sagði að hann hafi alltaf viljað vera sjóræningi og nú væri hann það...en hann var með annað augað skemmt og staurfót....auk annarar fötlunnar. Svo sagði hann við okkur að ef við vildum eiginhandaráritun þá væri það meira en sjálfsagt...hann myndi skrifa á mynd af sér eins og hinar stjörnurnar....hehehe....Þegar allt kom til alls varð þessi maður bara svona ferlega hress og víðlesinn en ekki eins og við héldum fyrst, afskiptasamur róni, þó þeir eigi nú bágt.
....ég fór að hugsa þegar ég ók heim á leið frá kaffihúsinu, hvað lífið getur breyst hratt.....í hans tilviki þá breyttist líf hans á svipstundu....heilsan farin...unnustan farin....og allt....en þó ekki húmorinn....og það var frábært að heyra að hann hafði þó enn húmorinn....
...ég held að maður ætti taka það til fyrirmyndar að vera ekki að vola þó maður eigi bágt annað slagið
heldur að lifa lífinu eins lifandi og kostur gefst....

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home