s

laugardagur, maí 24, 2003

Júrovisjóndagurinn

Já, þá er þessi stórskemmtun framundan, þar sem allir júróvisjón aðdáendur bæði þeir sem eru komnir út úr skápnum og þeir sem eru í skápnum, glápa á og hvetja sitt land til dáða, og alveg óháð hvernig lögin eru, þetta er jú keppni og við erum jú, flest öll keppnismanneskjur. Bara gaman af því, hér í Íslandsveldi Odense...á RasmusRask í íbúð 1605 erum við engin undantekning. Við komum saman í kvöld og hvetjum eins og allir hinir. Freyja, Gummi og Ársól koma hérna fyrst og borða með okkur og svo tínast allir hinir júro-aðdáendurnir inn upp úr átta eða hálfníu, Sara, meira segja búin að lofa að semja dansa við lögin, þú stendur við það Sara, er það ekki??....svo dönsum við út kveldið. Svo magnast spennan þegar stigagjöfin er en eflaust eftir hana grípur þessi vanalega vonbrigðistilfinning alla og byrja allir að baknaga hin löndin og klíkuskapinn....en vonandi finnum við nú frekar til einhverrar annara tilfinninga heldur en þeirra...en alla veganna er þetta bara partur af þessu júróvisjón-ferli. En þetta leggst bara vel í mig...og er ég viss um að fulltrúar Íslands eigi eftir að standa sig vel á sviðinu alveg óháð hversu gott eða slæmt lagið er.

En það er eitt hérna alveg bráðnauðsynlegt sem ég þarf að gera....þannig var að ég bað virðulegan blogger.com-veðurguðinn fyrir nokkrum dögum um rigningu og leiðindarveður, já allaveganna meðan þessi ritgerðartími minn stóð sem hæst... En núna þegar ég er farin að sjá fyrir endan á þeirri törn...langar mig afskaplega mikið til að gerast svo frökk að biðja um sól og sumarylinn aftur...svona 20° og yfir væri mjög fínt.....og mikla sól. Þannig er að ég fer nú að hefja próflestur og það er alveg hægt að lesa úti í sólinni....maður er allaveganna ekki fastur við tölvuna þá. Svo ég segi bara elsku besti blogger.com-veðurGuð viltu gefa mér þessa ósk???....(það er einnig búin að vera svo lítil pressa frá öðru fólki héðan af kollegiinu ....þeir fengu víst sama veður...sorry...allt mér að kenna :S)

En já, með hittinginn heima á Íslandi þegar ég kem heim...Þollo-gellur þið verðið að láta í ykkur heyra ef þessi helgi 20-21.júní hentar ekki...því annars verður þetta bara þá!!
...og eitt annað....var að klára myndaseríu sem ég málaði og er mynd af henni inni á verkefna síðunni mynni undir hlekknum sros hér til hliðar...og undir O-inu og þar í málverk....pínu flókið fyrir suma....en þið getið skoðað...

jæja, vonandi eigið þið öll gott júrókvöld í vændum...
alltílagibless.....-srosin-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home