s

mánudagur, júní 30, 2003

Langar bara til að deila med ykkur bestu fréttum sem ég hef fengið i langan tíma!!

.....ég er sloppin ad hluta til af þessu (geð)sjúkrahúsi, eftir fjórar vikur og rúmlega þad!!!!!

...bíð núna eftir fréttum hvenær doctorinn minn segir að ég komist heim undir íslenskar læknishendur. Held ég sé nú bara farin að treysta þessum dönsku læknum svona misvel, þó þeir séu nú eflaust misjafnir....en hef alla veganna lennt illa í þeim.En þangað til að Íslandsför, þá verður hún Anna mín, heimahjúkrunarkonan mín...og jú, svo eflaust Freyja líka, allaveganna svona aðstoðarhjúkka (látum þær um að slást um titilinn) Mér fannst nú samt besta ráðið sem þessi danski læknir gaf mér eftir að ég hafði dottið út eftir svimakast í morgun, var ekki að fá blóð, ekki taka járn, bara fara heim og borða djúsí steikur, rautt kjöt og 2-3 rauðvínsglös á dag....hehehe.....ég verð flott hérna sullandi í rauðvíninu ofan í allar verkjatöflurnar.
...veit nú að maður fengi ekki þetta ráð hjá ísl. doctorunum...þetta var besti punktur sjúkrahúsdvalarinnar, hehehehe..

jæja, ætla fara opna þá rauðvín, að læknisráði.....

seeya...-srosin-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home