s

mánudagur, ágúst 18, 2003

Fyrsti skóladagurinn minn á nýrri önn

Já, þá er það hafið og þýðir ekkert "elsku mamma" lengur! Fór reyndar örstutt í skólann í dag, tvo tíma, en varla hélt út þá tíma, hugurinn er enn í sumarfríi. Mér finnst eins og ég eigi að vera svona tvær vikur í viðbót í fríi....já, eflaust segir einhver "ohh, þetta skólafólk, kvartandi yfir að vera í skóla" nei, nei, það er fínt en erfitt að byrja aftur. Já og strax er byrjað að hella yfir okkur verkefnum. Fyrsta sem við eigum að skila inn er í "streaming", þar eigum við að vinna í hópum um svona auglýsingamyndbandi fyrir okkur sjálf, þ.e.a.s. okkur sem hönnuði, og svo einnig heimasíðu. Þetta er reyndar mjög áhugavert og eflaust dúndur skemmtilegt, og einnig er komin nýr félagi í hópinn minn, hún er dönsk og heitir Heidi, veit nú ekki meiri skil á henni að svo stöddu. Jú, og svo fer nú einnig að líða að prófinu mínu, er ekki enn komin með dagsetninguna en það verður í september, gúppp....

Jamm, ætli maður verði ekki að líta eitthvað í bók.....en ja, kannski borða fyrst....

Hey, eitt að lokum....alltaf bætast við nýjir bloggarar, og einnig gaman að sjá gamla Þolló-búa þar, hér er bekkjabróður minn, hann Ágúst Þór að blogga

Góðar stundir, luv.srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home