s

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Jæja, þá er næstum búið að rúnta Fjón-hringinn....

Við drifum okkur af stað á ströndina í dag, og voru sumir (ungur herramaður) orðnir ansi spenntir að fara synda í sjónum og tjalda nýja kúlutjaldinu sínu á ströndinni. Já, við keyrðum til Kerteminde sem er ekki svo langt frá Odense. Þegar þar var komið var allt rifið út úr bílnum, sólstólar, tjald og tilheyrandi og komið sér vel fyrir. Nökkvi og Afi fóru strax að synda í sjónum og sáu nokkrar Marglyttur sem voru ekki mjög vinsælar hjá yngri manninum. Svo komu þeir í land og ekki tók nú betra við því þá fóru geitungar að hrella okkur, þá var mínum manni nóg boðið og sagðist nú ætla inn í bíl og vera þar, svo ekki var annað í stöðunni en að taka allt dótið saman og fara af ströndinni. Þá ákváðum við nú að keyra út á Fyns hoved, sem er tangi á norðaustanverðu Fjóni. Það var nú bara gaman að keyra í gegnum litlu sveitabæina og allsstaðar við vegina voru grænmeti og ávextir til sölu. Við keyrðum um næstum allt norður Fjón, með viðkomu í Bogense sem er lítill hafnarbær, þar hoppuðum við út til að fá okkur pylsu, en eins og á ströndinni hrökluðumst við inn af völdum geitunga. Veit ekki alveg hvað var með okkur og geitunga í dag, kannski ilmum við svona vel!! En eftir keyrslu yfir gömlu litlabeltisbrúna og inní Fredericia á Jótlandi í leit að einhverju djúsí að snæða var farið aftur yfir á Fjón, en reyndar á nýrri brúnni. Við fundum ágætis steikhús í Middlefart, sem er við litlabeltið (Svoldið gott nafn á bæ, "Miðfret" hehehe) Svo þegar fína piparsteikin var runnin niður var ferðinni snúið heim. Svo í dag höfum við keyrt hálft Fjón en áður höfðum við keyrt suður Fjón, þannig að það er búið að kanna ýmislegt á eyjunni.

Morgundagurinn er ekki ákveðin hjá neinum nema undirrituðu, því þá hefst alvaran, ó, já, maður er víst hér vegna náms en ekki einungis skemmtun....best að hella sér í þetta sem fyrst.

...eigið góðar stundir....luv. Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home