Vááááá...þá er að segja frá helginni...
Laugardagur
Við vöknuðum snemma og drifum okkur af stað til kongens Köben, vorum búin að panta herbergi á Hótel Opera sem er rétt við Nyhavn og Strikið. Við komum þangað um kl.12 og fórum strax á Strikið og ætluðum að fá okkur Pizza Hut pizzu (að beiðni undirrituðu). Við örkuðum allt Strikið frá Kongens Nytorv og yfir á Radhuspladsen en eingin Pizza Hut. Við ákváðum að taka litla lest sem ekur um Strikið til baka og spyrja ökumannin hvar staðurinn væri, en því miður var búið að loka Pizza Hut á Strikinu, mikil sorg hjá mér :( En við fórum í þessa lestarferð, en þá byrjaði þessi líka hellidemba...svo við urðum að hoppa af á næsta álitlega veitingahúsi, því bæði vorum við hundvot og glorsoltin. Eftir að hafa svalað hungri fórum við út á hótel og komum okkur fyrir, gaman að segja frá að litli maðurinn var eins og veraldarvanur maður, eins og hann hafði aldrei gert annað en að gista á hótelum, naut sín til hins ýtrasta. Nú lá leiðin niður á Nyhavn, þar var menningin skoðuð og sest niður og rennt einum öl...og jú Fanta. Aftur var farið heim og skipt yfir í hlýrri föt og leiðin lá svo í Tivolí. Þar var margt skoðað, afi og Nökkvi prufuðu nokkur tæki, og svo fengum við okkur dýrindismat á veitingahúsi þarna. Nökkvi fékk sér fisk, sem er nú ekki frásögu færandi nema hann var víst svo góður að hann vildi annan skammt, það kom nú skondin svipur á þjónustustúlkuna þegar ég bað um skammt nr. 2, henni fannst þetta frábært. Við fylgdumst svo með flugeldasýningu á miðnætti og tókum svo leigubíl heim því örþreyttir fætur leyfðu ekki gönguferð. Allir fóru vel þreyttir í rúmið.
Sunnudagur
Vöknuðum á þessu fína hóteli. Nökkvi spratt upp úr rúminu og muldraði eitthvað "ohh" og þaut að hurðinni og opnaði hana og setti miðann "don´t disturb" (ónáðið ekki) á húninn og sagði svo "ég vil sko ekki láta trufla mig"...ég hló nú bara inn í mér, hvar hefur hann verið á hóteli áður, segi ég nú bara, eins og ég segi þá er eins og hann sé einhver business karl, vanur hótelstjani. En eftir að við yfirgáfum hótelið lá leiðin að Bláu pakkhúsunum, sem er eins konar Kolaport þeirra Köbenbúa, ýmislegt dót þar, misjafnt en ég kom nú auga á einn bláan ruggustól sem mig langaði nú í....en aðeins of dýr og of stór í bílinn. Svo við fórum tómhennt þaðan. Nú var röðin komin að menningarrullu....fara og skoða Hafmeyjuna, má ekki fara frá Köben án þess. Eftir þann merkilega atburð ætluðum við að aka niður til Lálands og taka ferju yfir á Langaland og þaðan til Odense. Við vorum lögð af stað á leið til Láland, nú þurfti að fá bensín á kaggann og ég hafði séð á leiðinni til Köben að á einni bensínstöðinni var Pizza Hut staður, og haldið ekki að við höfum rambað á þann stað og mín fékk æðislega langþráða pizzu. Eftir át er ferðinni haldið áfram og biður pabbi mig nú um að hringja og panta í ferjuna, ég hélt að það væri óþarfi, en hringdi þó, kl. var þá um tvö. Ferjukonan sagði mér að það væri ekkert laust fyrr en kl. 21:15....úpps...nú var það verra, hvað áttum við að gera allan daginn. Ég vissi ekki mikið um Sjáland annað en þar væri Köben og BonBonland en vissi ekkert hvar það væri. En við ákváðum að fara af hraðbrautinni og inn á næsta sveitaveg. Eftir nokkurra mínútna akstur komum við að hinu stórkostlega BonBonlandi. Það var hreinlega eins og þetta hafi verið ákveðið og þar eyddum við deginum, í æðislegu veðri og það er sko alveg hiklaust hægt að mæla með þessum garði, bæði fallegur og nóg að gera. Við brunuðum svo að ferjunni og vorum komin kl.20:15 og þá var ferjan að fara leggja af stað, við ákáðum að athuga hvort það væri nú ekki laust með henni, og viti menn við komumst með og komumst heil á höldnu og enn þreyttari en áður heim til Odense, vá hvað var gott að leggjast í rúmið.
Mánudagur
Má segja að ég hafi skrópað í skólanum, því ég ákvað að eyða deginum heldur með mömmu,pabba og Nökkva. Við fórum á ströndina í Assens. Það var mjög fínt til að byrja með en þá komu þessir leiðinda geitungar og fóru að angra okkur svo við flúðum. Keyrðum svo um sveitirnar og skoðuðum, enduðum svo kvöldið með því að grilla og borða úti....og bananasplitt í eftirrétt.
Já, svona löng og skemmtileg var helgin okkar, þið getið skoðað nokkrar myndir hér.
AdíósAmígós...luv.Srosin
Laugardagur
Við vöknuðum snemma og drifum okkur af stað til kongens Köben, vorum búin að panta herbergi á Hótel Opera sem er rétt við Nyhavn og Strikið. Við komum þangað um kl.12 og fórum strax á Strikið og ætluðum að fá okkur Pizza Hut pizzu (að beiðni undirrituðu). Við örkuðum allt Strikið frá Kongens Nytorv og yfir á Radhuspladsen en eingin Pizza Hut. Við ákváðum að taka litla lest sem ekur um Strikið til baka og spyrja ökumannin hvar staðurinn væri, en því miður var búið að loka Pizza Hut á Strikinu, mikil sorg hjá mér :( En við fórum í þessa lestarferð, en þá byrjaði þessi líka hellidemba...svo við urðum að hoppa af á næsta álitlega veitingahúsi, því bæði vorum við hundvot og glorsoltin. Eftir að hafa svalað hungri fórum við út á hótel og komum okkur fyrir, gaman að segja frá að litli maðurinn var eins og veraldarvanur maður, eins og hann hafði aldrei gert annað en að gista á hótelum, naut sín til hins ýtrasta. Nú lá leiðin niður á Nyhavn, þar var menningin skoðuð og sest niður og rennt einum öl...og jú Fanta. Aftur var farið heim og skipt yfir í hlýrri föt og leiðin lá svo í Tivolí. Þar var margt skoðað, afi og Nökkvi prufuðu nokkur tæki, og svo fengum við okkur dýrindismat á veitingahúsi þarna. Nökkvi fékk sér fisk, sem er nú ekki frásögu færandi nema hann var víst svo góður að hann vildi annan skammt, það kom nú skondin svipur á þjónustustúlkuna þegar ég bað um skammt nr. 2, henni fannst þetta frábært. Við fylgdumst svo með flugeldasýningu á miðnætti og tókum svo leigubíl heim því örþreyttir fætur leyfðu ekki gönguferð. Allir fóru vel þreyttir í rúmið.
Sunnudagur
Vöknuðum á þessu fína hóteli. Nökkvi spratt upp úr rúminu og muldraði eitthvað "ohh" og þaut að hurðinni og opnaði hana og setti miðann "don´t disturb" (ónáðið ekki) á húninn og sagði svo "ég vil sko ekki láta trufla mig"...ég hló nú bara inn í mér, hvar hefur hann verið á hóteli áður, segi ég nú bara, eins og ég segi þá er eins og hann sé einhver business karl, vanur hótelstjani. En eftir að við yfirgáfum hótelið lá leiðin að Bláu pakkhúsunum, sem er eins konar Kolaport þeirra Köbenbúa, ýmislegt dót þar, misjafnt en ég kom nú auga á einn bláan ruggustól sem mig langaði nú í....en aðeins of dýr og of stór í bílinn. Svo við fórum tómhennt þaðan. Nú var röðin komin að menningarrullu....fara og skoða Hafmeyjuna, má ekki fara frá Köben án þess. Eftir þann merkilega atburð ætluðum við að aka niður til Lálands og taka ferju yfir á Langaland og þaðan til Odense. Við vorum lögð af stað á leið til Láland, nú þurfti að fá bensín á kaggann og ég hafði séð á leiðinni til Köben að á einni bensínstöðinni var Pizza Hut staður, og haldið ekki að við höfum rambað á þann stað og mín fékk æðislega langþráða pizzu. Eftir át er ferðinni haldið áfram og biður pabbi mig nú um að hringja og panta í ferjuna, ég hélt að það væri óþarfi, en hringdi þó, kl. var þá um tvö. Ferjukonan sagði mér að það væri ekkert laust fyrr en kl. 21:15....úpps...nú var það verra, hvað áttum við að gera allan daginn. Ég vissi ekki mikið um Sjáland annað en þar væri Köben og BonBonland en vissi ekkert hvar það væri. En við ákváðum að fara af hraðbrautinni og inn á næsta sveitaveg. Eftir nokkurra mínútna akstur komum við að hinu stórkostlega BonBonlandi. Það var hreinlega eins og þetta hafi verið ákveðið og þar eyddum við deginum, í æðislegu veðri og það er sko alveg hiklaust hægt að mæla með þessum garði, bæði fallegur og nóg að gera. Við brunuðum svo að ferjunni og vorum komin kl.20:15 og þá var ferjan að fara leggja af stað, við ákáðum að athuga hvort það væri nú ekki laust með henni, og viti menn við komumst með og komumst heil á höldnu og enn þreyttari en áður heim til Odense, vá hvað var gott að leggjast í rúmið.
Mánudagur
Má segja að ég hafi skrópað í skólanum, því ég ákvað að eyða deginum heldur með mömmu,pabba og Nökkva. Við fórum á ströndina í Assens. Það var mjög fínt til að byrja með en þá komu þessir leiðinda geitungar og fóru að angra okkur svo við flúðum. Keyrðum svo um sveitirnar og skoðuðum, enduðum svo kvöldið með því að grilla og borða úti....og bananasplitt í eftirrétt.
Já, svona löng og skemmtileg var helgin okkar, þið getið skoðað nokkrar myndir hér.
AdíósAmígós...luv.Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home