s

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Venjubundið líferni....

Já, á þriðjudaginn kom hann Ingvi okkar til okkar og var mjög gott að fá hann heim. En leiðinlegra var á miðvikudaginn því þá þurftum við að kveðja mömmu og pabba, allt tekur víst enda og það á einnig við þetta frábæra frí sem við eyddum með þeim. Takk fyrir skemmtilega tíma. Nökkvi fór aðeins á Skógardeildina í gær, hann var bara í klukkutíma og við með. Ekki leiddist honum að hitta vinina, strax var byrjað að leika. Svo í morgun fór hann aftur og var hálfan dag og heilan dag á morgun og þá ætti þetta að vera komið í venjubundið horf. Ingvi byrjar í næstu viku og ég náttúrulega byrjuð, þó svo að ég hafi kannski ekki enn náð að halda úti 8-4 dag, það kemur.

Á föstudaginn er svo fyrsti saumó haustsins, og verður eflaust gaman að hitta stelpurnar aftur og kannski fá sér rauðvínsglas. Laugardagurinn er ekki alveg ákveðinn en samt ýmislegt í bígerð......eitthvað verður gert.

Jæja, þar til síðar, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home