s

mánudagur, september 22, 2003

...og kominn mánudagur

Vá, hvað þessir dagar líða fljótt, ekki langt þangað til við förum bara að troða öllu í gám og stefna til Íslands....ja, enn nokkrir mánuðir ef vel gengur.

Annars af helginni vegur náttúrulega hæst, stelpupartýið okkar hérna í 1605. Bryndís var búin að hanna Partýspil og hjálpuðum við Freyja aðeins við lokapunktinn í því. Það vakti líka þessa svaka lukku, þvílíkt fjör og mikið gaman. Hálf vorkenni öllum nágrönnunum því svalahurðin var opin og ekki höfðum við neitt lágt. Við erum búnar að frétta frá ýmsum hérna að þeir gátu bara hlustað á allt...og heyrt allt orðrétt....þó að þeir grannar búi ekki svo nálægt :S Einnig pöntuðum við okkur Kínverskan mat og vá og vá...þetta var sko fyrir aðeins fleiri en okkur. Annars eftir nokkra öl og hlátursköll var hringt frá Íslendingafélaginu og sagt okkur að koma ef við ætluðum okkur á annað borð....greinilega hverjar eru mikilvægastar á svæðinu...hehe...en jú, hlustuðum og fórum niðureftir í Ísl.félag. Þar var dansað við hljómsveit Kristjáns og co....voða gaman...við áttum nú dansgólfið enda ekki margar hræður þarna....þá var stefnan tekin á Australian Bar...en úff erfitt að labba...svo við settumst á bekk í göngugötunni og byrjuðum að kjafta og kjafta....svo var staðið upp og labbað aftur....en þá ákváðum við, ég, Bryndís og Gummi að taka taxa hjem og fara að sofa. Úff ef maður er bara ekki orðin svoldið gömul :S
Á sunnudaginn var nú gott að fá afgangana....mmm....mmmm (gott á ykkur hinar sem tókuð ekki doggiebag!!hehe) Gummi, Freyja, Ársól og Heiða komu og fengu sér líka....og samt var nóg til....Við, Ingvi, Nökkvi og ég fengum okkur svo sunnudagsteikina...eða þannig annar í afgöngum og það lítur út fyrir þriðja í afgöngum...hehe...
En af Klakamótinu var það að frétta að Odensemenn urðu að láta bikarinn af hendi og sætta sig við silfurpening í staðinn, því jú, Álaborgarliðið vann. Svo verður mótið haldið í Sönderborg að ári.

Jæja, nóg í bili...bið að heilsa...
luv....aðalElvisbúinn...Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home