s

föstudagur, október 24, 2003

Halloween um helgina

Já, ég sat og las blöðin áðan og það voru bara þónokkrar auglýsingar um Halloween. Danir eru greinilega að taka þetta inn í sína menningu, ef að menningu skal kallast. Annars finnst mér voða flott að sjá útskorið grasker fyrir utan dyrnar hjá fólki, já og með kerti inn í...væri alveg til í að skera eitt grasker út. Kannski ég bruni bara hérna í litla mollið í hverfinu á morgun því það er keppni um hver sker fallegast út. Væri ekki slæmt að hafa á recordinu sínu "hefur unnið fyrstu verðlaun í graskerssamkeppni" hehe.

Annars verður bara kaldara og kaldara hérna, t.d. er ég búin með tvo stóra kaffibolla á klukkutíma og svei mér ef ég fari ekki bara að byrja á þriðja....brrrrrr....gott að fá heitt kaffi/kakó.

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home