s

þriðjudagur, október 14, 2003

Jæja, Hamborgarhelgin!

Vil nú byrja á því að óska henni Önnu og honum Leon til hamingju með litla prinsinn sem fæddist föstudaginn 10.10 2003. Ég hlakka svo til að fá mynd af honum, knús og kossar.

En af helginni....Best að taka dag frá degi.

Föstudagur:
Við lögðum af stað með lest til Hamborgar, þurftum að skipta tvisvar á leiðinni. Fyrsta lestin var nokkuð sein en þó komumst við í næstu án nokkurra vandræða. Þegar við skiptum í annað sinn kom þessi svakalega lest í ljós, þýsk eðallest, úff, þetta var eins og eitthvað sem maður hefði frekar séð í lestarkirkjugarði. En við fengum þó sér klefa sem var mjög fínt. Komumst til Hamborgar og allaleið á Motelið okkar (vorum sko á svona alvöru Moteli). Það var komið kvöld og flestir svangir, svo við hoppuðum upp í næstu lest niður í bæ til að finna veitingastað. Vorum búin að rölta smá þegar við sáum hann!! Jú, jú, þið getið rétt Pizza Hut í öllum sínum ljóma....mmmm...hvað það var gott. Eftir matinn og eftir að hafa séð nokkra íslendinga á götum Hamborgar fórum við í háttinn.

Laugardagur:
Dagurinn mikli runninn upp. Fórum af stað um morguninn niður í bæ. Skoðuðum mannlífið sem var nú litaðist vel af íslenskum fánum og tilheyrandi tralli. Greinilegt hvað Íslendingar gera, beint í miðbæinn (sem er bara gott mál). Eftir að hafa rölt og skoðað var farið á Burgerinn, og þar fundum við nú fleiri Íslendinga og hittum Gaua og Árna frá Kolding, þeir flutu svo með okkur í lest og strætó á leikinn, eða Íslendingahittinginn fyrir leikinn. Við komum þar, þá var nú ekkert voða margir mættir, en stuð var á fólki og fljótt voru ábyggilega um fimmhundruð manns. Seldir voru íslenskir hattar, fánar og tilheyrandi. Eftir stuðið þarna var marserað í skrúðgöngu á leikinn, og fór nú ekki framhjá Þjóðverjum hverjir voru þarna á ferð. Þetta var rífandi stemming. Þegar mætt var á leikvanginn var náttúrulega leitað í öllum töskum og tekið veigar af fólki. Við höfðum einn vatnsbrúsa í tösku og hann var tekinn, litlum manni til mikillar gremju (skildi ekkert af hverju verðirnir tóku vatnið okkar). Svo voru skrefinn inn á leikfvanginn...vááááááá....er eina orðið sem lýsir því. 57þúsund manns...þetta var stórfenglegt. Svo hófst leikurinn....og ég býst við að flestir viti hvernig hann fór....en flest okkar voru raddlaus mjög fljótt...en eini alvöru stuðningsmaðurinn sem gafst aldrei upp, ALDREI, það var Nökkvi Reyr. Hann kallaði allan tíman þegar aðrir Íslendingar voru löngu hættir, "áfram, Ísland....." Hann ætti heiðursorðu skilið!!
Eftir leikinn var borðað og farið heim.

Sunnudagur:
Fólk raddlaust og hresst var nú bara helst til í típískt túristaflakk, enda ekkert annað hægt að gera á sunnudögum. Tímdum ekki að eyða pening í "sightseen" svo við skrifuðum niður helstu staði og "strætóuðumst" á milli. Það var mjög fínt, enduðum svo á steikhúsi og fengum okkur lummur.

Mánudagur:
Tékkuðum okkur út af Mótelinu, og út í bæ var farið. Þetta átti að vera svona einhverskonar verslunardagur en svo sem ekki mikið keypt en þó smá. Eftir það var farið á Lestarstöðina og beðið eftir lestinni....og beðið og beðið. Held að það nenni enginn að ferðast með okkur Ingva aftur, í hvert sinn (þessi tvö skipti) sem við höfum ferðast saman hefur verið tafir og vesen. Og jú, núna seinkaði lestinni um fjörtíu mínútur. Loks kom hún og við sátum þolinmóð þar til við nálguðumst Fredricia, þar sem næsta lest átti að taka við. Lestarvörðurinn var búin að segja við okkur að flýta okkur yfir á spor 10 þar sem lestin beði sérstaklega eftir okkur. Við hlupum eins og brjálæðingar yfir en engin lest! Nei, nei, hún nennti ekki að bíða. Svo við þurftum að bíða í eina klukkustund á brautarpalli í Fredricia....úff...fólk orðið mikið þreytt. En við komumst nú heim að lokum og mikið var nú gott að komast í rúmið sitt.

En komnar myndir frá helginni


Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home