s

mánudagur, október 27, 2003

Mánudagur og enn er kuldi

Fór hérna áðan út að rölta til allra Íslendinga á Raskinu með henni Freyju og váá....eyrun mín eru rétt að þiðna. Já, ástæðan fyrir þessu rölti okkar var að við ákváðum að reyna smala öllum í síðbúið haustgrill, þar sem við munum öll grilla og hafa gaman saman. Viðbrögð voru góð svo búast má við miklu fjöri næsta föstudag.

En af öðru, meiri graskeraskurði....hann Ágúst Þór benti mér á þessa síðu fyrir þá sem ætla prufa að skera út grasker. Það er nú voðaflott að sjá útskorin grasker á tröppunum fyrir utan með kerti inn í...svoldið spúkí....

En af enn öðru og enn meira spúkí. Nú er innbrotafaraldur á Raskinu. Fréttum af þremur innbrotum, í tveimur tilvikanna var brotist inn til Íslendinga, einu tilvikinu var enginn heima en ekkert var tekið, tilviki nr. tvö vaknaði Íslendingurinn upp við að fá birtu af vasaljósi í augað og tilviki þrjú voru íbúarnir í mjakindum að horfa á sjónvarpið þegar innbrotsþjófarnir koma inn um gluggann. Held að þeir hafi nú forðað sér. Lögreglan hér er víst voðalega léleg og er ekkert að aðhafast mikið út af innbrotum á Raskinu svo eitthvað er fólk hér að spá í að safnast saman og tala við Borgarstjórann um þessi mál, veit ekki meir.

...manni er nú ekki alveg sama þegar svona innbrot eru í næstu íbúðum...alltof mikið um þetta.

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home