Alltaf hressandi og skemmtilegt að lesa greinar eftir Guðmund Steingrímsson, hér er hann með bakþanka aftan á Fréttablaðinu í dag.
"Nú skil ég
Í nokkra mánuði er búið að segja manni að það sé góðæri í uppsiglingu. Ég hef verið ofsaspenntur og hlakkað afar mikið til. Maður er svo lítil sál. Ég hef staðið í þeirra meiningu að útaf góðærinu mikla myndi ég fá fullt af peningum, sem kæmi sér ákaflega vel,nú þegar ég er í blóma lífsins og hef talsvert við peninga að gera, til þess að koma mér upp góðri húseign,innrétta sæmilegt baðherbergi,kaupa almennilegt sjónvarp og síðast en ekki síst:ísskáp sem suðar ekki á næturnar.
EN ÉG ER alltaf hafður að fífli þegar kemur að peningum. Núna hef ég komist að því,að góðærið er auðvitað löngu búið. Það þarf engan snilling til þess að koma auga á þessa staðreynd. Á meðan almenningi var sagt að halda að sér höndum, í tímabundinni ládeyðu sem varð uppúr aldamótunum síðustu,og hlutabréfin voru öll í lágmarki -og fólki var sagt að fjárfesta ekki í þeim – þá fjárfestu allir stóru karlarnir eins og flottir menn. Keyptu í Flugleiðum á einum og seldu á fimm. DeCode í tveimur og seldu á níu. Og núna eru þeir búnir að ljúka sér af. Komnir í höfn. Búnir að græða á öllu sem hægt er að græða á. OG SANNIÐI TIl. Nú verður örugglega sagt, að ægilega góðir tímar séu í vændum. Allir stóru karlarnir komnir með risafúlgur í hendur. Þá er bara að sannfæra almenning að þeirra bíði hið sama og þá mun almenningur eyða peningum, og kaupa alls konar dót af stóru körlunum, fá lán hjá stóru körlunum, og kaupa hlutabréf af stóru körlunum,og síðan fellur allt í verði aftur. Þá koma stóru karlarnir enn á ný og segja: Æ,æ,æ. Nú fór í verr. Kreppa í aðsigi. Við verðum að halda að okkur höndum. Og svo kaupa þeir aftur í Flugleiðum á einum og selja á fimm.
LEIKUR KATTARINS að músinni, segi ég. En ég ætla ekki að láta spila með mig meira. Hér eftir ætla ég að lifa á mandarínum, safna hári og ganga í lopapeysu. Ég verð maðurinn sem sá í gegnum góðærið. Öðlaðist sýn á veruleikann á bak við fagurgalann. Mun tala hátt og hlæja. Og þó. Ætli maður hagi sér ekki skikkanlega og bíði með drastískar breytingar á hegðunarmynstri. En ég var bara orðinn svo ansi spenntur yfir þessu góðæri.
Eins og lítið barn,
hreinlega. Fullt af von."
Hann er bara snilli...hehe
Hilsen, luv.Srosin
"Nú skil ég
Í nokkra mánuði er búið að segja manni að það sé góðæri í uppsiglingu. Ég hef verið ofsaspenntur og hlakkað afar mikið til. Maður er svo lítil sál. Ég hef staðið í þeirra meiningu að útaf góðærinu mikla myndi ég fá fullt af peningum, sem kæmi sér ákaflega vel,nú þegar ég er í blóma lífsins og hef talsvert við peninga að gera, til þess að koma mér upp góðri húseign,innrétta sæmilegt baðherbergi,kaupa almennilegt sjónvarp og síðast en ekki síst:ísskáp sem suðar ekki á næturnar.
EN ÉG ER alltaf hafður að fífli þegar kemur að peningum. Núna hef ég komist að því,að góðærið er auðvitað löngu búið. Það þarf engan snilling til þess að koma auga á þessa staðreynd. Á meðan almenningi var sagt að halda að sér höndum, í tímabundinni ládeyðu sem varð uppúr aldamótunum síðustu,og hlutabréfin voru öll í lágmarki -og fólki var sagt að fjárfesta ekki í þeim – þá fjárfestu allir stóru karlarnir eins og flottir menn. Keyptu í Flugleiðum á einum og seldu á fimm. DeCode í tveimur og seldu á níu. Og núna eru þeir búnir að ljúka sér af. Komnir í höfn. Búnir að græða á öllu sem hægt er að græða á. OG SANNIÐI TIl. Nú verður örugglega sagt, að ægilega góðir tímar séu í vændum. Allir stóru karlarnir komnir með risafúlgur í hendur. Þá er bara að sannfæra almenning að þeirra bíði hið sama og þá mun almenningur eyða peningum, og kaupa alls konar dót af stóru körlunum, fá lán hjá stóru körlunum, og kaupa hlutabréf af stóru körlunum,og síðan fellur allt í verði aftur. Þá koma stóru karlarnir enn á ný og segja: Æ,æ,æ. Nú fór í verr. Kreppa í aðsigi. Við verðum að halda að okkur höndum. Og svo kaupa þeir aftur í Flugleiðum á einum og selja á fimm.
LEIKUR KATTARINS að músinni, segi ég. En ég ætla ekki að láta spila með mig meira. Hér eftir ætla ég að lifa á mandarínum, safna hári og ganga í lopapeysu. Ég verð maðurinn sem sá í gegnum góðærið. Öðlaðist sýn á veruleikann á bak við fagurgalann. Mun tala hátt og hlæja. Og þó. Ætli maður hagi sér ekki skikkanlega og bíði með drastískar breytingar á hegðunarmynstri. En ég var bara orðinn svo ansi spenntur yfir þessu góðæri.
Eins og lítið barn,
hreinlega. Fullt af von."
Hann er bara snilli...hehe
Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home