Bloggleti og vírus
Já, ég hef nú ekki verið í bloggarastuði og ekki batnaði það þegar var lokað á okkur á kolleginetinu...sumir urðu pínu argir....nefni engin nöfn, jú ok, undirrituð varð ekki ánægð. Við sáum nú fram á að vera netlaus þar til á þriðjudaginn en í fyrsta sinn síðan ég flutti hingað í Baunaveldið þá varð ég vitni af skjótum viðbrögðum dana...og það er sko stórviðburður!!! Hann lofaði að halda okkur inni ef við lokuðum á vírusinn og update-uðum Windowsið. Vonandi helst þetta inni.
En annars fékk ég þær fréttir í vikunni að enn ein vinkonan eignaðist sinn fyrsta dreng....í þetta sinn var það hún Karen Guðmunds. frá Eyrabakka og Binni, sem eignuðust lítinn prins. Til hamingju!
Fór í jólagjafainnkaup með Freyju flinku í gær...og það er alltaf eins þegar við förum í þessa frægu jólagjafaleiðangra þá komum við heim með eina gjöfina hvor....hehehe...held að Gumma og Ingva lítist ekkert á hvað þetta mun taka langan tíma. En svona er þetta...við komum ÞÓ með eina!!
Svo í dag mun litli prinsinn þeirra Önnu og Leons fá nafn, verður gaman að heyra nafnið þó ég viti það svona næstum ;) ...já, vel á minnst er komin með linka inn á síðuna hjá prinsinum þeirra og prinsinum þeirra Söndru og Steinþórs, svo hægt sé að skoða kútana.
Hilsen, luv.Srosin
Já, ég hef nú ekki verið í bloggarastuði og ekki batnaði það þegar var lokað á okkur á kolleginetinu...sumir urðu pínu argir....nefni engin nöfn, jú ok, undirrituð varð ekki ánægð. Við sáum nú fram á að vera netlaus þar til á þriðjudaginn en í fyrsta sinn síðan ég flutti hingað í Baunaveldið þá varð ég vitni af skjótum viðbrögðum dana...og það er sko stórviðburður!!! Hann lofaði að halda okkur inni ef við lokuðum á vírusinn og update-uðum Windowsið. Vonandi helst þetta inni.
En annars fékk ég þær fréttir í vikunni að enn ein vinkonan eignaðist sinn fyrsta dreng....í þetta sinn var það hún Karen Guðmunds. frá Eyrabakka og Binni, sem eignuðust lítinn prins. Til hamingju!
Fór í jólagjafainnkaup með Freyju flinku í gær...og það er alltaf eins þegar við förum í þessa frægu jólagjafaleiðangra þá komum við heim með eina gjöfina hvor....hehehe...held að Gumma og Ingva lítist ekkert á hvað þetta mun taka langan tíma. En svona er þetta...við komum ÞÓ með eina!!
Svo í dag mun litli prinsinn þeirra Önnu og Leons fá nafn, verður gaman að heyra nafnið þó ég viti það svona næstum ;) ...já, vel á minnst er komin með linka inn á síðuna hjá prinsinum þeirra og prinsinum þeirra Söndru og Steinþórs, svo hægt sé að skoða kútana.
Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home