s

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Dagarnir þjóta enn áfram

Já, og Desember hinn mikli er á næsta leyti. Hugsið ykkur bara í næstu viku má maður opna fyrsta daginn í dagatalinu, úfff, get ekki beðið!! Annars er nú orðið víða jólalegt um að litast. Ég varð fyrir smá vonbrigðum í fyrra, fannst vanta svona samkeppni um jólaskreytingar eins og er alltaf í Þorlákshöfninni, en viti menn, ég sá í einu blaðinu hérna að það yrði samkeppni um jólaskreytingar á öllu Fjóni, svo nú verður fólk að fara rúnta um allan Fjón!

Við höfum hugsað okkur að fara til Kaupmannahafnar þegar Maja, mamma hans Ingva kemur, og gista þar kannski um tvær nætur. Það verður eflaust voða gaman, kíkja í Tívolí, þar er alltaf jólamarkaður um þetta leytið. Einnig frétti ég frá honum Jónasi að það væri eins og á Þorláksmessu í miðbæ Köben núna. Og það er nú skemmtileg stemming, gaman, gaman.

En nú erum við bara heima, ég og Nökkvinn. Hann er svo kvefaður karlinn, held nú samt að hann sé allur að koma til, allaveganna hitalaus en með hósta :(


Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home