s

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Ég er nú bara farin að hlaupa yfir stórhátíðir!

Segi nú svona, en þar sem ég sit í Þorrablótsnefnd ásamt fullt af góðu fólki hér í Odense, þá er hugurinn dálítið mikið á þeirri hátíð, það er bara næstum að ég gleymi að það eru að koma jól...nei, kannski ekki alveg en ég sagði nú næstum! En það lítur allt út fyrir að þetta Blót verði voða fínt og ekki er verra að hljómsveitin Á móti Sól mun spila á dansiballinu eftir matinn. Ég messaði aðeins við Unu í gær og var að reyna kynda upp í henni...fá hana til að koma og prufa dansk / íslenskan Þorra...það vantar nú bara smá pump í viðbót og þá er hún komin...hehe, er þa´ggi Una?? Ég fór nefninlega einnig að hugsa að bráðum komum við bara heim, já, heim...þannig að það fer hver að verða síðastur að kíkja í heimsókn á Raskið!! Allir góðir og gildir vinir og ættingjar velkomnir ;)

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home