s

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Helgin

Á föstudaginn var grillveislan. Mæting var góð og það var mjög gott að geta setið inni öll saman og haft gaman....Eftir að allir voru búnir að borða fækkaði þó töluvert og urðu aðeins þeir hörðustu eftir ;) Börnin komin í pössun og bollan dregin fram, gerð var tilraun um staðsetningu fólks gagnvart bollu...hehe....þ.e.a.s. við prufuðum að færa bolluna til og dró hún alltaf að sér fólk.....endað var á vertanum þar sem þeir síðustu lokuðu á eftir sér. Vel heppnað kvöld....en ekki var alveg hægt að segja það sama um daginn eftir.....úffffff.....þynnka dauðans tók við á nokkrum bæjum og sérstaklega hjá okkur hérna sem sáum um þetta og þurftum við að dröslast niður í hús og þrífa....ohhhhh....en verðlaunuðum okkur nú með McDonalds máltíðum...restin af laugardeginum var hljóðlát og kyrr....
Sunnudagur og vaknað var frekar snemma og ákveðið að fara á skauta. Fengum Freyju og Ársól með okkur og röltum niður í skautahöll. Það var nú voða gaman að fara á skauta, þó það kosti nú einnig þjáningar....vá veit ekki hve oft litli maðurinn datt....en alltaf stóð hann upp og hélt áfram. Við ætlum nú aðeins að kanna með skautanámskeið fyrir Nökkva, þar á hann að læra undirstöðuatriðin á skautum og íshokkí.....eflaust mjög spennandi.

Jæja, held að þetta sé nóg í bili.....

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home