s

laugardagur, nóvember 08, 2003

Jólabjórinn kom í gær

Já, já, það er nú næstum eins og einhver stórhátíð hjá dönum þegar jólabjórinn kemur í bæinn. Tuborg bíllinn kom hérna á kollegie-ið í gærkveldi með tilheyrandi skrílslátum. Jólasveinar og kanínur og ég veit ekki hvað stukku út úr bílnum og inn á barinn, þaðan heyrðust síðan söngvarnir út, það er nefninlega þannig að fólk verður að syngja til að fá frían bjór. Svona bjórbílar keyra um allan bæ og gefa bjór...þetta er þessi eina sanna danska jólastemming..hehe

Annars er undirbúningur fyrir aðra stórhátíð í fullum gangi en það er Þorrablótið Íslendinganna hér í bæ. Blótið verður ekki af verri endanum þetta árið og kvet ég alla bæði íslendinga heima á klakanum og í Danmörku að skella sér á þetta blót. Sniðugt fyrir þá sem heima eru að upplifa þennan gamla íslenska sið í öðru landi!! Látið bara vita með miðapantanir ;)

En annars.....heyrumst

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home