s

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Jólin á næsta leyti!

Já, það er ekki laust við að fólk komist í jólaskap, þegar allir vikubæklingar eru fullir af jóladóti og búðirnar úttroðnar, ekkert nema gott um það að segja. Jú, ég er nú komin í svona smá jólaskap, keypti meira segja smá svona jólaútsaum sem átti að vera handa Nökkva en var svo aðeins of erfitt fyrir hann. Svo er ég farin að huga að fleira jólaföndri, það er alltaf svo gaman að föndra eitthvað, aðeins að hugsa um eitthvað annað.

En eins og svona flestir vita af mínu fólki þá komum við nú ekki heim um jólin, þetta árið. Það verður eflaust skrítið en smá spenna líka að prufa halda dönsk jól...verst þykir mér að missa af gamlárskveldi....en við höfum það nú bara gott hérna.

Jæja, bara deila með ykkur þessu um jólin.

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home