s

föstudagur, nóvember 28, 2003

Kominn föstudagur og fyrsti í aðventu framundan

Já, vikurnar fljúga og í þeirri næstu verður kominn desember! Ég er nú byrjuð aðeins í jólaföndri, búin að gera eitt stykki jólakrans á hurðina, þvílíkt dugleg. Og er meira segja að íhuga að baka um helgina í tilefni fyrsta sunnudags í aðventu, baka kurltoppana sem rjúka nú eflaust út um leið, ja, þ.e.a.s. ef þeir heppnast ;)
Annars er lítið að frétta, úti er þetta fallega veður, glampandi sól, eflaust pínu kalt en það er nú í lagi í endaðan nóvember.

Jæja, þarf nú að drífa mig út og kaupa inn einhverjar jólagjafir því ég ætla senda á einhverjar á sunnudaginn með jólagámnum frá Eimskip.

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home