Engin skötulykt á þessum bænum
Nei, það fer ekki mikið fyrir skötu á þessari Þorláksmessu, ekki það að ég borði hana hvort eð er...en eitthvað situr lyktin fast í hefðinni og eru varla jól án skötulyktarinnar...en jú, þessi jól koma nú samt.
Við komum frá Köben í gærdag, eftir kalda helgi, en ánægjulega þó. Fórum í jólatívolí og röltum Strikið, fórum í Planeterium og sáum stjörnur og kórallarif, ágætisafþreying þó ég hefði viljað sjá eitthvað aðeins skemmtilegra eftni en kórallarif, en flott samt. Ekki var nú neitt verslað, enda var nú ekki tilgangurinn farinn til þess og ekki var stoppað á Pizza Hut í þetta sinn, það verður pottþétt gert næst!! En í allt ágætisferð.
Í dag fórum við út um níu leytið, með laaangan innkaupalista í för. Fullt af mat og góðgæti sem átti eftir að versla. Allt byrjaði vel og minnkaði strax um helming á listanum. Því næst þurfti ég að fara í mitt venjubundna lækniseftirlit og hitti þar enn einn nýjan lækni, held að ég sé búin að fá um fimm lækna síðan í september og hef nú ekki töluna á öllum síðan allt þetta vesen byrjaði (enda á sterkum lyfjum á tímabili). Já, jæja, aftur af deginum...eftir spítalaheimsóknina og nokkrum pensilintöflum seinna þá fórum við og versluðum inn, tókst næstum allt, allaveganna allt matarkyns, en þá var jólatréð og allt jólaskrautið og jólaserían eftir. Við fórum búð úr búð til að finna jólaskraut og jólatré, en nei, bjartsýnir Íslendingar, auðvitað eru Danirnir farnir að taka jólaskrautið úr búðunum (það sem er til sölu)...eftir langa göngu og margar búðir fundum við nú eitthvað sem varð bara að duga, já og fundum líka seríu sem var nú eflaust sú síðasta í Odense, allaveganna í lit. Bara jólatréið eftir sem við fengum á heimleiðinni á bensínstöð, alveg líka ágætistré!!
Nú er bara að fá sér snæðing, baka smá og skreyta svo jólatréð....þá mega jólin ganga í garð.
Ég óska öllum gleðilegra jóla.
julehilsen Sigurrós og co.
Nei, það fer ekki mikið fyrir skötu á þessari Þorláksmessu, ekki það að ég borði hana hvort eð er...en eitthvað situr lyktin fast í hefðinni og eru varla jól án skötulyktarinnar...en jú, þessi jól koma nú samt.
Við komum frá Köben í gærdag, eftir kalda helgi, en ánægjulega þó. Fórum í jólatívolí og röltum Strikið, fórum í Planeterium og sáum stjörnur og kórallarif, ágætisafþreying þó ég hefði viljað sjá eitthvað aðeins skemmtilegra eftni en kórallarif, en flott samt. Ekki var nú neitt verslað, enda var nú ekki tilgangurinn farinn til þess og ekki var stoppað á Pizza Hut í þetta sinn, það verður pottþétt gert næst!! En í allt ágætisferð.
Í dag fórum við út um níu leytið, með laaangan innkaupalista í för. Fullt af mat og góðgæti sem átti eftir að versla. Allt byrjaði vel og minnkaði strax um helming á listanum. Því næst þurfti ég að fara í mitt venjubundna lækniseftirlit og hitti þar enn einn nýjan lækni, held að ég sé búin að fá um fimm lækna síðan í september og hef nú ekki töluna á öllum síðan allt þetta vesen byrjaði (enda á sterkum lyfjum á tímabili). Já, jæja, aftur af deginum...eftir spítalaheimsóknina og nokkrum pensilintöflum seinna þá fórum við og versluðum inn, tókst næstum allt, allaveganna allt matarkyns, en þá var jólatréð og allt jólaskrautið og jólaserían eftir. Við fórum búð úr búð til að finna jólaskraut og jólatré, en nei, bjartsýnir Íslendingar, auðvitað eru Danirnir farnir að taka jólaskrautið úr búðunum (það sem er til sölu)...eftir langa göngu og margar búðir fundum við nú eitthvað sem varð bara að duga, já og fundum líka seríu sem var nú eflaust sú síðasta í Odense, allaveganna í lit. Bara jólatréið eftir sem við fengum á heimleiðinni á bensínstöð, alveg líka ágætistré!!
Nú er bara að fá sér snæðing, baka smá og skreyta svo jólatréð....þá mega jólin ganga í garð.
Ég óska öllum gleðilegra jóla.
julehilsen Sigurrós og co.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home