s

föstudagur, desember 12, 2003

Þetta gengur náttúrulega ekki svona...

Nei, maður er farin að blogga vikulega, en það er nú skýring fyrir því. Jú, blessuð tölvan gaf endanlega upp öndina og erum við búin að næla okkur í aðra, en erum enn ekki orðin nettengd, en gerist vonandi á næstu dögum.

Annars lítið að frétta af okkur, erum bæði í verkefnum og átti ég og minn hópur að skila í dag en þar sem upp komu veikindi í fjölskyldu einnar þá fengum við frest og verður prófunum einnig einhvern veginn öðruvísi háttað. Þetta fer að verða hefð að slútta hverri önn á sjúkrahúsi, nú pabbi vinkonu minnar, þetta er náttúrulega ekki nógu sniðugt, vona bara að næsta önn endi á farsælli hátt!!

En nú styttist enn frekar í jólin og er planið að fara til hafnar kendar við Kaupmenn... í næstu viku, upplifa aðeins jólin á Strikinu og þessum ferðamannastöðum þar í borg.

Litli maðurinn var að vonum ánægður með Stekkjastaur í morgun, því í skónum beið fallega rauður BMW eftir prufukeyrslu, ég var hins vegar ekki eins ánægð því úti á plani beið mín enn sami blái ofurFordinn og meira segja með hrímaðar rúður!! Stekkjastaur brást mér þar!!

Luv & Hilsen, Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home