Fékk skýringu á tómum jólaskrautshillum í búðum 23.des...
..já, eins og mig var nú farið að gruna sjálf þá kaupa danir jólatréð sitt í nóvember og skreyta, setja það síðan út á svalir þar sem það fær að njóta sín þar til á aðfangadag, þá er því kippt inn fyrir einn til tvo daga og síðan hent, annan í jólum. Ekki skrítið að ekki hafi verið neitt til handa "kjánalegum" Íslendingum sem ætla sér að skreyta á þorláksmessukveldi!
Annars er lítið annað að frétta en að það eru að koma áramót og ætlum við að halda upp á þau með vinum okkar, Gumma og Bryndísi, og förum við Bryndís á eftir og kaupum nauðsynjar eins og t.d. hatta, hárkollur og þess háttar varning. Og jú, stjörnuljós, því það er það eina sem danin býður upp á sem börn geta haldið á...annað hvort er daninn skrítinn eða við Íslendingar stórhættulegir....spurning!
Ef ég blogga ekki á morgun þá óska ég öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir stundirnar á líðandi ári...
áramóta-Hilsen, luv.Srosin
..já, eins og mig var nú farið að gruna sjálf þá kaupa danir jólatréð sitt í nóvember og skreyta, setja það síðan út á svalir þar sem það fær að njóta sín þar til á aðfangadag, þá er því kippt inn fyrir einn til tvo daga og síðan hent, annan í jólum. Ekki skrítið að ekki hafi verið neitt til handa "kjánalegum" Íslendingum sem ætla sér að skreyta á þorláksmessukveldi!
Annars er lítið annað að frétta en að það eru að koma áramót og ætlum við að halda upp á þau með vinum okkar, Gumma og Bryndísi, og förum við Bryndís á eftir og kaupum nauðsynjar eins og t.d. hatta, hárkollur og þess háttar varning. Og jú, stjörnuljós, því það er það eina sem danin býður upp á sem börn geta haldið á...annað hvort er daninn skrítinn eða við Íslendingar stórhættulegir....spurning!
Ef ég blogga ekki á morgun þá óska ég öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir stundirnar á líðandi ári...
áramóta-Hilsen, luv.Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home