Ég vil óska öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakka jafnframt árið sem er að líða
Árið 2003, byrjaði nú brösulega. Eftir að hafa eytt jólunum og áramótunum heima á Íslandi þá tók við þetta svakalega ferðalag sem ég óska engum, já um 24tíma ferð frá Íslandinu og til Odense. En svo náði yngsti meðlimur fjölskyldunnar þeim áfanga að verða fimm ára í janúar. En annars hélt þetta áfram eins og það átti að gera, fengum nokkrar heimsóknir á árinu. Þröstur og Óli komu í apríl, Inga, Siggi og Magnea Arna, Maja, Anna og svo mamma og pabbi, það er svo gaman að fá heimsókn. En jú vorönnin endaði illa hjá mér þar sem við tóku tæpar 7 vikur á sjúkrahúsi, hér í Odense og heima á Íslandi, og ég hélt á tímabili að þetta myndi engan enda taka. En vegna þessa galla míns þá byrjaði haustönnin einnig vitlaust...missti úr tæpan mánuð...svo verður bara að sjá hvaða áhrif það hafði á námið. Við kynntumst nýju fólki, og endurnýjuðum gömul kynni, þannig að nú eigum við nú þónokkuð af góðum vinum hér, sem er gerir jú, dvölina hér mun léttari, þó við, fjölskyldan, höfum hvort annað. Við eyddum fyrstu jólunum okkar saman hér úti og kom Maja og var hjá okkur...og svo er að sjá dönsk áramót sem eru eftir nokkra klukkutíma. Sem sagt viðburðaríkt ár hjá fjölskyldunni í Baunalandinu.
Annars lítur út fyrir að árið 2004 verði einnig viðburðaríkt...
Vonandi náum við nú bæði að útskrifast í júní, Nökkvi nær 6.ára aldri og byrjar skólagöngu á Íslandi. Já, við flytjum heim, og vonandi finnum okkur eitthvað "slot" og jafnvel eitthvað að dunda við á daginn þarna heima á Íslandinu. Þetta verður spennandi og gaman að komast heim til allra, fjölskyldu og vina, þó það verði eflaust sárt að skilja við alla góðu vinina hér, en þó hægt að halda góðu sambandi áfram!
Hafið það gott um áramótin og gangið hægt um gleðinnar dyr....
Áramóta-Hilsen, luv.Srosin
Árið 2003, byrjaði nú brösulega. Eftir að hafa eytt jólunum og áramótunum heima á Íslandi þá tók við þetta svakalega ferðalag sem ég óska engum, já um 24tíma ferð frá Íslandinu og til Odense. En svo náði yngsti meðlimur fjölskyldunnar þeim áfanga að verða fimm ára í janúar. En annars hélt þetta áfram eins og það átti að gera, fengum nokkrar heimsóknir á árinu. Þröstur og Óli komu í apríl, Inga, Siggi og Magnea Arna, Maja, Anna og svo mamma og pabbi, það er svo gaman að fá heimsókn. En jú vorönnin endaði illa hjá mér þar sem við tóku tæpar 7 vikur á sjúkrahúsi, hér í Odense og heima á Íslandi, og ég hélt á tímabili að þetta myndi engan enda taka. En vegna þessa galla míns þá byrjaði haustönnin einnig vitlaust...missti úr tæpan mánuð...svo verður bara að sjá hvaða áhrif það hafði á námið. Við kynntumst nýju fólki, og endurnýjuðum gömul kynni, þannig að nú eigum við nú þónokkuð af góðum vinum hér, sem er gerir jú, dvölina hér mun léttari, þó við, fjölskyldan, höfum hvort annað. Við eyddum fyrstu jólunum okkar saman hér úti og kom Maja og var hjá okkur...og svo er að sjá dönsk áramót sem eru eftir nokkra klukkutíma. Sem sagt viðburðaríkt ár hjá fjölskyldunni í Baunalandinu.
Annars lítur út fyrir að árið 2004 verði einnig viðburðaríkt...
Vonandi náum við nú bæði að útskrifast í júní, Nökkvi nær 6.ára aldri og byrjar skólagöngu á Íslandi. Já, við flytjum heim, og vonandi finnum okkur eitthvað "slot" og jafnvel eitthvað að dunda við á daginn þarna heima á Íslandinu. Þetta verður spennandi og gaman að komast heim til allra, fjölskyldu og vina, þó það verði eflaust sárt að skilja við alla góðu vinina hér, en þó hægt að halda góðu sambandi áfram!
Hafið það gott um áramótin og gangið hægt um gleðinnar dyr....
Áramóta-Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home