s

sunnudagur, desember 28, 2003

Hæ hæ og gleðileg jól

Jólahaldið hér á bænum var allt hið besta og fylgdum við nú næstum öllum íslenskum hefðum nema kannski jólaboðin. Aðfangadagur var rólegheitardagur og ekkert stress hér, vaknað um hádegisbilið og haft það gott. Versta var að Nökkvi var lasinn, með hita og kvef. Þannig að hann lá nú bara undir teppi og horfði á jólateiknimyndirnar. Við hin slökuðum á og hófum að undirbúa mat í rólegheitum. Laura, vinkona mín kom og snæddi með okkur nautalundir og eyddi síðan kveldinu með okkur. Held svei mér þá að henni hafi nú ekkert litist á allt pakkaflóðið undir trénu. En þetta var mjög fínt kvöld.

Jóladagur
Áfram hélt letilífið og rólegheitin, og höfðum við það nú gott öll fyrir framan sjónvarpið eða fundum okkur eitthvað til dundus. Öll nú frekar kvefuð og drukkum í okkur hitan með kaffi. Um kveldið var borðað íslenskt jólahangiket með orabaunum og tilheyrandi.

Annar í jólum
Jólahvíldin hélt áfram og fengum við okkur nóg af jólaafgöngum í hádeginu. Við, Maja kíktum nú í smá göngutúr bara svona til að gleyma ekki hvernig heimurinn úti lítur út. Annars rólegheit áfram...hamborgarahryggur og fínerí...

Í gær fórum við nú út í smá rúnt en annars lítið meir gert.

Í morgun kom svo af því sem við hefðum helst vilja hafa síðar...jú, hún Maja fór frá okkur til Íslands....ja er svona á leiðinni núna. Alltaf leiðinlegt að kveðja en nú verður víst að hefjast próflestur hjá okkur.

Hérna eru svo linkur á myndir frá jólunum og fyrir jólin.

JuleHilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home