s

föstudagur, desember 19, 2003

Jæja, loksins allir komnir í frí!

Já, Ingvi búinn að skila inn sínum verkefnum og Nökkvi búinn að borða sinn grjónagraut á leikskólanum og við komin í frí. Við, hjónaleysurnar byrjuðum daginn snemma á jólahreingerningu...allt skverað hátt og lágt. Fórum svo og keyptum eina jólagjöf, náðum í Nökkvann úr grautnum og þrifum bílinn. Nú er loksins kominn mikill jólaandi yfir mig. Það verður nú óneitanlega skrítið að upplifa jólin annars staðar en á Íslandi, án mömmu og pabba, án þess að þeysast með jólakortin um höfnina á aðfangadag, án þess að fara í jólaboðin hjá ömmu og afa og mömmu og pabba, skrítið, en samt verður gaman að upplifa ein "dönsk" jól, þó þau verði með íslenskum brag eins og ætla mætti. Á aðfangadag munum við vera hérna, undirrituð, Ingvi, Nökkvi, Maja og Laura, lettnesk vinkona mín. Þannig að við verðum sko ekki ein, og eflaust verður gaman hjá okkur. Ég var að forvitnast við Lauru hvernig lettnesk jól eru, og af lýsingunum að dæma þá eru þau nú næstum eins og íslensk, að hangiketinu undanskildu og jú hún sagði einnig að maður fengi ekki pakka fyrr en maður hefði unnið fyrir honum, með því að fara með ljóð eða syngja, ekki slæm hugmynd...held nú samt að við værum þá eflaust fram yfir miðnætti að opna gjafirnar því þær eru nú ófáar!

Í fyrramálið leggjum við í hann til kongens Köben í ofur-lest í þetta sinn, ofurfordinn fær að hvíla sig, enda er tvísýn spáin á mánudaginn þegar áætluð er heimkoma, spáð 15metrum og snjó, þannig að við gáfum ofurfordaranum þetta í jólagjöf....kærkomna hvíld....;)
Tilgangurinn með Kaupmannahafnarferðinni er nú aðallega sú að taka á móti henni Maju, og munum við svo njóta jólastemmingarinnar í borginni í tvo daga og koma svo hingað til Odense á mánudaginn og fara finna jólatré og hefja lokaundirbúninginn.

Jæja, ætli ég segi þetta ekki gott í bili en að lokum vil ég nú endilega skila þökkum og kossum til Kristínar Magnúsdóttur sem gerði sér lítið fyrir og sendi okkur kassa fullan af gómsætu íslensku nammi og cocopuffsi...og jú jólakort....ekki slæmt að fá svona jólakort!!
Takk fyrir okkur Kristín !

Med julehilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home