Enn ein kveðjustundin
...já, þær geta verið erfiðar, en í morgun fóru mamma, pabbi, Gissur og Íris Dögg aftur til Íslands. Það var búið að vera reglulega fínt að hafa þau hérna hjá okkur. Nökkvi og Íris voru eins og samlokur allan tímann. Hér er það helsta frá helginni:
Fimmtudagurinn: Ferðalangarnir komu til Odense og fórum við öll hersingin á leikskólann Troldhøj að sækja Nökkva. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig honum varð við að sjá leynigestina, Íris og Gissur...ef hann hefði getað þá hefði hann farið inn í mig...úffff... En eftir að hann jafnaði sig var farið í eina búð og keypt nauðsynjar.
Föstudeginum var eytt að mestu í Rosengaard (kringlunni)...og náðu ferðalangarnir að versla þónokkuð af varningi. Eftir það var farið heim enda flestir orðnir dauðþreyttir. Ekki var í boði fyrir undirrituðu að slaka á því afmælisbaksturinn beið.
Laugardagurinn mikli: Já, minn maður vaknaði víst um hálf sjö...enda erfitt að bíða þegar maður er orðinn 6ára. Fljótlega uppúr átta-níu voru allir komnir á fætur og hófst Nökkvi til handa að opna gjafirnar...en hann varð pínu hissa þegar við réttum honum lykil og sögðum honum að athuga hvort hann passaði í eitthvað á svölunum. Jú, jú...hann passaði í þetta fína hjól og hann sem hélt að hann fengi saumavél frá okkur (hihi..hvar fékk hann þá hugmynd :)) Um ellefu fóru svo að tínast afmælisgestirnir...og veislan fór öll mjög vel fram. Um 10 krakkar fóru héðan í sykursjokki...hmmm.
Sunnudagur: Farið var í Dýragarðinn í Odense. Dýrin voru skoðuð og einnig fengið sér heitt kakó, enda kallt úti og snjór. Frekar skrítið að sjá sum dýrin í snjó...t.d. ljónin...kannski ekki þeirrarétta umhverfi...og þó! Stoppuðum og fengum okkur Burger King...og auðvitað varð undirrituð að kíkja í eina antikbúð...
Mánudagur: Erfið kveðjustund. En þó bót í máli að nú er einum degi nær því að koma heim...um fimm mánuðir í það.
Hilsen, luv.Srosin
...já, þær geta verið erfiðar, en í morgun fóru mamma, pabbi, Gissur og Íris Dögg aftur til Íslands. Það var búið að vera reglulega fínt að hafa þau hérna hjá okkur. Nökkvi og Íris voru eins og samlokur allan tímann. Hér er það helsta frá helginni:
Fimmtudagurinn: Ferðalangarnir komu til Odense og fórum við öll hersingin á leikskólann Troldhøj að sækja Nökkva. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig honum varð við að sjá leynigestina, Íris og Gissur...ef hann hefði getað þá hefði hann farið inn í mig...úffff... En eftir að hann jafnaði sig var farið í eina búð og keypt nauðsynjar.
Föstudeginum var eytt að mestu í Rosengaard (kringlunni)...og náðu ferðalangarnir að versla þónokkuð af varningi. Eftir það var farið heim enda flestir orðnir dauðþreyttir. Ekki var í boði fyrir undirrituðu að slaka á því afmælisbaksturinn beið.
Laugardagurinn mikli: Já, minn maður vaknaði víst um hálf sjö...enda erfitt að bíða þegar maður er orðinn 6ára. Fljótlega uppúr átta-níu voru allir komnir á fætur og hófst Nökkvi til handa að opna gjafirnar...en hann varð pínu hissa þegar við réttum honum lykil og sögðum honum að athuga hvort hann passaði í eitthvað á svölunum. Jú, jú...hann passaði í þetta fína hjól og hann sem hélt að hann fengi saumavél frá okkur (hihi..hvar fékk hann þá hugmynd :)) Um ellefu fóru svo að tínast afmælisgestirnir...og veislan fór öll mjög vel fram. Um 10 krakkar fóru héðan í sykursjokki...hmmm.
Sunnudagur: Farið var í Dýragarðinn í Odense. Dýrin voru skoðuð og einnig fengið sér heitt kakó, enda kallt úti og snjór. Frekar skrítið að sjá sum dýrin í snjó...t.d. ljónin...kannski ekki þeirrarétta umhverfi...og þó! Stoppuðum og fengum okkur Burger King...og auðvitað varð undirrituð að kíkja í eina antikbúð...
Mánudagur: Erfið kveðjustund. En þó bót í máli að nú er einum degi nær því að koma heim...um fimm mánuðir í það.
Hilsen, luv.Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home