Og þá er þessari önn formlega lokið!
Já, og enginn smá léttir, hef áætlanir að vera löt í tvo daga. Svo er fundur með deildarstýrunni á föstudaginn, varðandi lokaverkefni og lokaönnina, þannig að þá byrjar ballið.
En, svo sem nóg að gera á næstunni, nú í þessari viku þá verður kvatt tvær ungar konur hér á Raskinu sem eru að flytja burt, önnur til Köben og hin til Íslands. Fyrra kveðjupartýið er í kvöld, bara fá sér öllara á vertanum saman, en síðari kveðjustundin verður sennilega á laugardaginn...pottréttur og rauðvín, voða gott eflaust. Svo á föstudaginn er nú blótsfundur þannig að veit ekki alveg hvað verður mikil hvíld þessa dagana...hmm....
Og svo í næstu viku verður nú heldur betur margt að gerast, á fimmtudeginum koma mamma og pabbi og leynigestirnir tveir, í afmælið hans Nökkva, sem er laugardaginn 24.jan. Váá, þá verður litli strákurinn minn, þið vitið þessi pínulitli....hann verður 6ára!!! Hvernig er með þennan tíma....vááááá.
En jæja, ætla reyna að slappa af og hafa það gott í nokkra daga...
Hilsen, luv.Srosin
Já, og enginn smá léttir, hef áætlanir að vera löt í tvo daga. Svo er fundur með deildarstýrunni á föstudaginn, varðandi lokaverkefni og lokaönnina, þannig að þá byrjar ballið.
En, svo sem nóg að gera á næstunni, nú í þessari viku þá verður kvatt tvær ungar konur hér á Raskinu sem eru að flytja burt, önnur til Köben og hin til Íslands. Fyrra kveðjupartýið er í kvöld, bara fá sér öllara á vertanum saman, en síðari kveðjustundin verður sennilega á laugardaginn...pottréttur og rauðvín, voða gott eflaust. Svo á föstudaginn er nú blótsfundur þannig að veit ekki alveg hvað verður mikil hvíld þessa dagana...hmm....
Og svo í næstu viku verður nú heldur betur margt að gerast, á fimmtudeginum koma mamma og pabbi og leynigestirnir tveir, í afmælið hans Nökkva, sem er laugardaginn 24.jan. Váá, þá verður litli strákurinn minn, þið vitið þessi pínulitli....hann verður 6ára!!! Hvernig er með þennan tíma....vááááá.
En jæja, ætla reyna að slappa af og hafa það gott í nokkra daga...
Hilsen, luv.Srosin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home