s

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Fékk uppljómun

Í dag var hópurinn minn (ég og Kristrún) á fundi með umsjónarmanni lokaverkefnisins. Þvílíkt góður fundur þar sem við náðum að sjá svona einsskonar loftmynd hvernig þetta verður hjá okkur. Nú erum við sem sagt komnar með beinagrindina af ritgerðina. Ljóst er nú eins og áður að þetta mun ekki vera fullbúin vara hjá okkur heldur meira svona hugmyndin og "analysing" á slæmri íslensku. En það þýðir samt ekki að þetta verði auðvelt. Framundan er erfiður tími, ekkert nema kannanir og leit af réttum upplýsingum, koma því saman á þann veg sem passar við okkar hugmynd. Við þurfum að hafa í huga að okkar hugmynd inniheldur tvo stóra miðla og einn minni, sjónvarp, net og tölvuleik, þannig að það verður að kanna ítarlega hvern miðil fyrir sig og hvernig þetta þrennt gæti virkað saman. Umsjónarkonan okkar hefur líka réttu samböndin og hringdi strax í aðilla á stærstu auglýsingastofunni í Odense og er næsta skref hjá okkur að hitta hann, einnig ætlar hún að tala við mann sem stjórnar auglýsingaherferð hjá Tuborg, þessum með grænu hallærisdansa geimverunum. Þannig að við fáum þeirra skoðun á hugmyndina okkar og þeirra ráð. Einnig munum við leita ráða hjá þeim..eða öðrum þeirra um hvaða fyrirtæki myndi henta í þetta. Þetta er viðarmikið og myndi kosta mikla peninga þannig að það er ekki fyrir lítið venjulegt fyrirtæki að ráðast í þetta. En þetta er svo spennandi og gaman en ég hef ekki miklar áhyggjur þar sem við erum tvær íslenskar í þessu og eins og Guðni myndi segja: "Þar sem tveir Íslendingar koma saman þar eru stórar hugmyndir"

Hilsen, luv.Srosin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home