s

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Kveðjustund lokið....AFTUR!

Já, það er nú bara eins og þessar kveðjustundir séu aðra hvora viku! Ja, reyndar er ekki ýkja langt síðan að við kvöddum mömmu, pabba, Gissur og Írisi, svo tæpum þremur vikum síðar, sem sagt í dag var ég að kveðja hana systur mína, og jú, náði rétt að segja bæ við Ingu, mágkonu og litlu frænku. Og svo í næstu viku koma mamma hans Ingva, hún Maja og Guðrún systir hans. Alltaf gaman af því að fá gesti en leiðinlegra að segja bless. En við getum þó horft í það að það styttist í að það verði við sem segjum bless,við alla okkar vini hér, ég veit að verði sárt, en við hugsum nú að þau eigi flest, eftir að flytja til Íslands og ég veit við verðum öll í góðu bandi því það er engin ástæða að slíta böndin þó við verðum fyrri til að flytja heim.
En af helginni, þá kom hún systir mín í heimsókn og var samferða Ingu mágkonu okkar,Magneu Örnu, litlu frænku og fjölskyldu hennar Ingu. Í fyrstu var áætlað að dvölin yrðu tvær nætur en ákveðið var á fyrsta degi að þær skyldu framlengja og vera fram til þriðjudags. Og við, Margrét, notuðum tímann vel og náðum að styrkja systraböndin og jafnframt vináttuna. Það er búið að vera virkilega gaman að hafa þig hjá okkur, Margrét mín og gott að þú náðir að kíkja á okkur í baunalandið. Auðvitað hefði ég viljað knúsa litlu frænku meir en það verður bara að bíða til sumars. Við náðum þó aðeins að líta hana augum, þessa litlu sniðugu pabbastelpu.

Chao, Sigurrós

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home